Samfélags- og mannréttindaráð - 75
- Kl. 16:30 - 18:30
- Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
- Fundur nr. 75
Nefndarmenn
- Hlín Bolladóttirformaður
- Heimir Haraldsson
- Tryggvi Þór Gunnarsson
- Guðlaug Kristinsdóttir
- Jóhann Gunnar Sigmarsson
- Katrín Björg Ríkarðsdóttirfundarritari
Lýðræði og mannréttindi í leik og starfi
Málsnúmer 2009120057Pétur B. Þorsteinsson æskulýðsþjálfari kynnti Kompás - Handbók um mannréttindi fyrir ungt fólk. Bókina má nálgast á http://www.nams.is/kompas/
<DIV><DIV>Samfélags- og mannréttindaráð telur það heillaskref að komið sé kennsluefni um mannréttindi á íslensku t.d. þar sem eitt af markmiðum námskrár grunnskóla er þekking á mannréttindum.</DIV></DIV>
Vinnuskóli - hugmyndir um tilfærslu innan kerfis
Málsnúmer 2009010148Framhald umræðu um mögulegan flutning Vinnuskólans frá framkvæmdadeild til samfélags- og mannréttindadeildar.
<DIV>Samfélags- og mannréttindaráð gerir að tillögu sinni að Vinnuskólinn verði færður frá framkvæmdadeild til samfélags- og mannréttindadeildar í þeim tilgangi að flétta betur saman starf félagsmiðstöðva og Vinnuskólans, fyrst og fremst með forvarnagildi og samnýtingu starfsfólks í huga. Breytingin myndi ekki hafa í för með sér að unglingar yrðu teknir úr hefðbundnum útiverkum við fegrun bæjarins.</DIV>
Ungmennaráð
Málsnúmer 2007080057Rætt um ungmennaráð Akureyrarbæjar sem stofnað var sl. vor, hlutverk þess og samskipti við samfélags- og mannréttindaráð.
<DIV>Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju sinni með að ungmennaráð hafi tekið til starfa og væntir mikils af ungu fólki á Akureyri. Ráðið hvetur aðrar nefndir bæjarins til að taka virkan þátt í uppbyggingu ungmennaráðsins.</DIV>
Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa
Málsnúmer 2009090017Stjórnsýslunefnd hefur óskað eftir því að fastanefndir hjá Akureyrarbæ taki til skoðunar drög að Siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og skili athugasemdum fyrir 15. nóvember nk.
<DIV><DIV>Samfélags- og mannréttindaráð gerir ekki athugasemdir við drögin og samþykkir þau fyrir sitt leyti.</DIV></DIV>
Félags- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga - ábyrgð aðila
Málsnúmer 2010100104Lögð fram til kynningar álitisgerðin Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga. Ritið er gefið út á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis og Æskulýðsráðs. Álitsgerðina má lesa á http://onecrmsql/actions/DisplayAttachment.aspx?id=18634230166299248854
<DIV><DIV><DIV>Samfélags- og mannréttindaráð fagnar álitsgerðinni og hvetur íþróttaráð til að taka hana einnig til umfjöllunar.</DIV></DIV></DIV>
Samnorræn skýrsla um réttarvitund barna
Málsnúmer 2010100109Lögð fram til kynningar samnorræn skýrsla um réttarvitund barna. Rannsóknin var framkvæmd í tilefni 20 ára afmælis barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að á meðal norrænna barna telja íslensk og dönsk börn sig vita minnst um réttindi sín. Skýrsluna má finna á\nhttp://unicef.is/utgefid_efni_norraenskyrsla
<DIV>Samfélags- og mannréttindaráð lýsir áhyggjum sínum af því að íslensk börn séu ekki betur upplýst um eigin réttindi og skyldur og hvetur alla fullorðna til að sýna þá ábyrgð að kynna sér málið.</DIV>