Stjórn Akureyrarstofu - 193
- Kl. 16:15 - 18:00
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 193
Nefndarmenn
- Logi Már Einarssonformaður
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Sigfús Arnar Karlsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Hildur Friðriksdóttir
- Eva Dögg Fjölnisdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Skúli Gautason
Menningarfélag Akureyrar
Málsnúmer 2014090088Gunnar Gunnsteinsson framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar kom á fundinn og kynnti sex mánaða uppgjör félagsins og það sem efst er á baugi í starfseminni.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Gunnari fyrir komuna á fundinn og greinargóðar upplýsingar um stöðu mála. Jafnframt óskar stjórnin Menningarfélaginu og samstarfsfélögum þess, LH, MH og SN til hamingju með glæsilega vetrardagskrá.
Fjárhagsáætlun Akureyrarstofu 2016
Málsnúmer 2015080026Fyrstu drög að fjárhagsáætlun Akureyrarstofu fyrir árið 2016 lögð fram.
Jafnréttisstefna 2015-2019
Málsnúmer 2015060217Samfélags- og mannréttindaráð hefur unnið að endurskoðun jafnréttisstefnu bæjarins og óskar eftir umsögn stjórnar Akureyrarstofu. Meðfylgjandi er tillaga að nýrri stefnu en eldri stefnu má finna á www.akureyri.is
Á fundinum komu fram fáeinar athugasemdir. Framkvæmdastjóra falið að koma þeim til samfélags- og mannréttindaráðs.
Listasafnið á Akureyri - breyting á samþykkt
Málsnúmer 2015080117Listasafnið á Akureyri hyggst sækja um að verða viðurkennt safn skv. safnalögum. Gera þarf lítilsháttar breytingu á 12. gr. samþykktar safnsins svo þannig megi verða. Þar segir í síðustu málsgrein:
Heimilt er að selja listaverk í eigu safnsins í því skyni að kaupa önnur verk sem þykja æskilegri fyrir það. Sala er þó aðeins heimil með samþykki stjórnar Akureyrarstofu. Óheimilt er að selja eða að láta af hendi verk sem þegin hafa verið að gjöf.
Lagt er til að hún verði svona:
Heimilt er að selja listaverk í eigu safnsins í því skyni að kaupa önnur verk sem þykja æskilegri fyrir það. Sala er þó aðeins heimil með samþykki stjórnar Akureyrarstofu og í samráði við viðkomandi höfuðsafn, samanber 12. grein safnalaga nr. 141/2011. Óheimilt er að selja eða að láta af hendi verk sem þegin hafa verið að gjöf.Stjórn Akureyrarstofu samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2015
Málsnúmer 2015080133Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir málaflokka stjórnarinnar fyrir fyrstu 7 mánuði ársins.