Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 618
- Kl. 13:00 - 14:15
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 618
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonbyggingarfulltrúi
- Leifur Þorsteinsson
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Daggarlundur 2 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2017010536Erindi dagsett 27. janúar 2017 þar sem Ragnar Haukur Hauksson og Ólöf Ásta Salmannsdóttir sækja um lóð nr. 2 við Daggarlund. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Daggarlundur 3 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2017010528Erindi dagsett 27. janúar 2017 þar sem Björn Þór Guðmundsson og Halla Berglind Arnarsdóttir sækja um lóð nr. 3 við Daggarlund. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Daggarlundur 5 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2017010529Erindi dagsett 25. janúar 2017 þar sem Heiðar Heiðarsson og Harpa Hannesdóttir sækja um lóð nr. 5 við Daggarlund og til vara lóð nr. 7 við Daggarlund. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Daggarlundur 7 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2017010530Erindi dagsett 25. janúar 2017 þar sem Guðni Rúnar Kristinsson og Aldís María Sigurðardóttir sækja um lóð nr. 7 við Daggarlund og til vara lóð nr. 3 við Daggarlund. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Geirþrúðarhagi 8b - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017010236Erindi dagsett 17. janúar 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 8b við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikninga 30. janúar 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Geirþrúðarhagi 8a - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016110089Erindi dagsett 15. nóvember 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 8a við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 17. og 30. janúar 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Rangárvellir - tilkynning um spennistöð og varaaflstöð
Málsnúmer 2017010564Erindi dagsett 24. janúar 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Norðurorku hf. tilkynnir fyrirhugaða framkvæmd á tveimur smáhýsum veitna. Um er að ræða spennistöð og varaaflstöð, hvort um sig undir 15 fermetrum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi vísar í gr. 2.3.6. í byggingarreglugerð 123/2012 og leiðbeiningarblað Mannvirkjstofnunar varðandi gögn sem fylgja skulu með tilkynntri framkvæmd.
Erindinu er frestað.
Ægisnes 3 - umsókn um byggingarleyfi, starfsmannahús, mhl. 02
Málsnúmer 2017010270Erindi dagsett 11. janúar 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Íslenska Gámafélagsins ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir starfsmannahúsi (mhl. 02) við Ægisnes 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 25. janúar 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Gránufélagsgata 45 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017010532Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Stefán Guðmundsson fyrir hönd SKG verktaka ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús til flutnings, sem verði byggt á lóðinni Gránufélagsgötu 45. Meðfylgjandi teikningar eftir Magnús H. Ólafsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Kjarnagata 39 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýli
Málsnúmer 2015080055Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum. Sótt er um að sameignargeymsla verði stúkuð í sérafnot að hluta. Loftræsting fjarlægð úr geymslum með opnanlegt fag. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 30. janúar 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Þórunnarstræti 127 - umsókn um stöðuleyfi fyrir bát
Málsnúmer 2017010551Erindi dagsett 30. janúar 2017 þar sem Sigurður Jóhannsson sækir um stöðuleyfi fyrir bát á lóð við hús nr. 127 við Þórunnarstræti í þrjá mánuði frá febrúar til maí 2017.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem samþykki meðeigenda í húsinu liggur ekki fyrir.
Kaupvangsstræti 14 - 16 - umsókn um breytta notkun - 1. hæð
Málsnúmer 2016090151Erindi dagsett 19. janúar 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf. sækir um að breyta 1. hæð í aðstöðu fyrir gistiskála við Kaupvangsstræti 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 1. febrúar 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.