Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 271
- Kl. 08:15 - 09:45
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 271
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
- Hermann Ingi Arasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirframkvæmdastjóri
- Steindór Ívar Ívarssonverkefnastjóri viðhalds
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
Íbúðalánasjóður býður til viðræðna um kaup á íbúðareignum sjóðsins á Akureyri
Málsnúmer 2015100064Lagt fram erindi frá Íbúðarlánasjóði til sveitarstjórnar dagsett 8. október 2015 þar sem sjóðurinn býður sveitarfélaginu til viðræðna um kaup á eignum sjóðsins í sveitarfélaginu.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að fara í viðræður við Íbúðalánasjóð.
Móttaka flóttamanna - verkefni Fasteigna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2015110037Farið yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir varðandi móttöku flóttamanna til Akureyrar og þau verkefni sem liggja fyrir hjá Fasteignum Akureyrarbæjar er það varðar.
Þórunnarstræti 99 - skammtíma- og skólavistun fyrir fatlað fólk
Málsnúmer 2012090189Kynning á viðurkenningu fyrir gott aðgengi sem Fasteignum Akureyrarbæjar var afhent á alþjóðlega degi fatlaðra fimmtudaginn 3. desember sl.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar fagnar viðurkenningunni og því hvernig til tókst með framkvæmdina.
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista mætti á fundinn kl. 08:30.
Efniskaup FA - útboð 2016
Málsnúmer 2015120016Lögð fram til kynningar útboðsgögn vegna efniskaupa útboðs hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.
Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2010-2020
Málsnúmer 2010070098Tekinn fyrir 3. og 5. liður úr fundargerð hverfisráðs Grímseyjar dagsett 2. september 2015:
3. Nýverið fengum við höfnun á beiðni um sparkvöll í eyna. Það þykir okkur afar leitt þar sem íþróttaaðstaða í eynni er engin og útileikjaaðstaða fyrir börn af afar skornum skammti. Tvö mörk eru á bletti fyrir utan félagsheimilið en í miðjum þeim "velli" er niðurfall og boltar fjúka gjarnan niður í fjöru. Það vantar sárlega bætta útiaðstöðu til leikja.
5. Félagsheimilið í eynni þarfnast yfirferðar. Til að mynda er dúkurinn í salnum ónýtur og vandamál í lögnum.Viðhald á Múla er á fjárhagsáætlun næsta árs og auk þess munu Fasteignir Akureyrarbæjar yfirfara leikskvæðið.
Verkfundargerðir FA 2015
Málsnúmer 2015010093Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Listasafn endurbætur: 6. og 7. fundur verkefnisliðs dagsettir 12. og 27. nóvember 2015.
NSK-ÍÞH: 9. og 10. verkfundur dagsettir 13. og 27. nóvember 2015.
Þ99 kjallari: 13.- 15. verkfundur dagsettir 9., 16. og 26. nóvember 2015.