Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um hóf ÍBA í Hofi 20. janúar 2016 þar sem Íþróttamaður Akureyrar 2015 verður krýndur.
Lagt fram til kynningar og umræðu bréf frá Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi dagsett 21. desember 2015 og skýrsla um ráðstefnuna "Frítíminn er okkar fag" sem haldin var 16. október 2015.
Tillögur stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar vegna heiðursviðurkenninga 2015 kynntar.
Íþróttaráð samþykkir að veita heiðursviðurkenningar í samræmi við umræður á fundinum.
Lögð fram til kynningar og umræðu drög að verklagi og vinnureglum við afhendingu sundkorta til afreksmanna á Akureyri.
Tekinn fyrir liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa sem bæjarráð vísaði til Fasteigna Akureyrarbæjar á fundi sínum 19. nóvember 2015. Fasteignir sendu erindið áfram til Íþróttaráðs.
Liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa 12. nóvember 2015:
Hrísey - ýmis mál
2015110111
Friðrik Úlfar Ingimarsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
d) Leggur til að líkamsræktaraðstaðan í íþróttahúsinu verði stækkuð, hugsanlega með viðbyggingu og að boðið verði upp á vikupassa í ræktina.
Íþróttaráð getur ekki orðið við ósk um að stækka líkamsræktaraðstöðuna í íþróttahúsinu í Hrísey þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.
Íþróttaráð vísar hugmynd með vikupassa til afgreiðslu hjá forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar.
Lögð fram drög að endurnýjun rekstrarstyrktarsamninga við aðildarfélög ÍBA.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að rekstrarsamningum við Fimleikafélag Akureyrar og Hestamannafélagið Létti. Formanni og forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram.
Umræður og vinna vegna starfsáætlunar 2015-2018.