Öldungaráð - 42
- Kl. 13:00 - 15:00
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 42
Nefndarmenn
- Hjálmar Pálssonformaður
- Hildur Brynjarsdóttir
- Brynjólfur Ingvarsson
- Hallgrímur Gíslasonfulltrúi EBAK
- Úlfhildur Rögnvaldsdóttirfulltrúi EBAK
- Þorgerður Jóna Þorgilsdóttirfulltrúi EBAK
- Eva Björg Guðmundsdóttirfulltrúi HSN
Starfsmenn
- Birna Guðrún Baldursdóttirforstöðumaður tómstundamála ritaði fundargerð
Lífsgæðakjarni fyrir eldri borgara
Málsnúmer 2023090027Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður velferðaráðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynntu niðurstöður vinnuhóps um iífsgæðakjarna.
Öldungaráð þakkar fyrir mjög fróðlega yfirferð.
Amtsbókasafnið á Akureyri - starfsemi
Málsnúmer 2023040709Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður kynnti þjónustu fyrir eldri borgara og ræddi um þjónustu safnsins.
Öldungaráð þakkar Hólmkeli fyrir heimsóknina og ánægjulegt spjall.
Hreyfikort
Málsnúmer 2022101039Hreyfikort fyrir eldri borgara var til umræðu og afgreiðslu í fræðslu- og lýðheilsuráði svo og bæjarráði í nóvember síðastliðnum. Ákvörðun var síðan tekin í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Allt var þetta gert án aðkomu öldungaráðs sem er ráðgefandi samráðsvettvangur og "virkur þátttakandi í allri stefnumörkun málaflokksins" eins og stendur í samþykkt ráðsins sem var samþykkt af bæjarstjórn 21. nóvember 2023.
Öldungaráð átelur þessi vinnubrögð harðlega og óskar þess að þau verði ekki endurtekin. Til að tryggja það telur ráðið eðlilegast að fulltrúi frá ráðinu sitji fundi nefnda og ráða hjá bænum þegar málefni eldri borgara eru þar til umræðu og afgreiðslu.