Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 996
- Kl. 13:00 - 13:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 996
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Rebekka Rut Þórhallsdóttirfulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
- Ólafur Elvar Júlíussonverkefnastjóri byggingarmála
- Katrín Rós Ívarsdóttirverkefnastjóri fasteignaskráningar
Hulduholt 5-11 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2
Málsnúmer 2024111194Erindi dagsett 26. nóvember 2024 þar sem Falk Kruger f.h. ZZ sport ehf sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir tveggja hæða raðhúsi á lóð nr. 5-11 við Hulduholt. Innkomin gögn eftir Falk Kruger.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Gleráreyrar 1, rými 1-3, mathöll - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2024010736Erindi dagsett 12. janúar 2024 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd Eikar fasteignafélags ehf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir mathöll milli rýma 1, 2 og 3 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar dagsettar 20. nóvember 2024 eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Kjarnagata 53 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021060323Erindi dagsett 27. nóvember 2024 þar sem Haraldur S. Árnason fh. Kjarnagötu 53 byggingaverks ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir breytingum á þegar samþykktum aðaluppdráttum af fjölbýlishúsi nr 53. við Kjarnagötu. Innkomin gögn eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Norðurgata 3 og 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2
Málsnúmer 2024070876Erindi dagsett 2. desember 2024 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Trésmiðju Ásgríms ehf sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir breytingum á þegar samþykktum aðaluppdráttum fyrir tvö fjölbýlishús á lóð nr. 3 og 5 við Norðurgötu. Innkomin uppfærð gögn eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.