Kjarasamninganefnd - 2
- Kl. 09:30 - 11:50
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 2
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Guðrún Karitas Garðarsdóttir
- Gunnar Gíslason
Starfsmenn
- Halla Margrét Tryggvadóttirsviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Umboðsmaður barna - upplýsingar um vinnuskóla sveitarfélaga
Málsnúmer 2018070563Kynntar niðurstöður könnunar embættis umboðsmanns barna vegna vinnuskóla sveitarfélaga þar sem meðal annars er fjallað um vinnutíma og launakjör ungmenna.
Fylgiskjöl
Tímabundið tilraunaverkefni Leikskólanum Pálmholti
Málsnúmer 2015090067Kynnt könnun á viðhorfum starfsmanna til tilraunaverkefnis um fyrirkomulag vinnutíma á Pálmholti.
Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri leikskólans Pálmholts og Áslaug Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri Pálmholts sátu fundinn.Rætt um niðurstöðu könnnunarinnar og ákvörðun um framhald frestað.
Starfsmat aðildarfélaga BHM - framkvæmd 2019
Málsnúmer 2019020021Umfjöllun um niðurstöður og innleiðingu starfsmats aðildarfélaga BHM sem samið hafa um starfsmat í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að framlögð tillaga verði samþykkt en verði tekin til endurskoðunar þegar nýir kjarasamningar liggja fyrir.
Stjórnendaálag forstöðumanna
Málsnúmer 2017010057Unnið að endurskoðun á reglum um stjórnendaálag forstöðumanna hjá Akureyrarbæ.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Stjórnendaálag deildarstjóra
Málsnúmer 2017010004Unnið að tillögu að breytingum á reglum um stjórnendaálag deildarstjóra hjá Akureyrarbæ.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Vísindasjóður tónlistarkennara
Málsnúmer 2019040387Tekið fyrir erindi dagsett 3. apríl 2019 vegna skipunar tveggja fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Vísindasjóðs tónlistarkennara í Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu.
Kjarasamninganefnd samþykkir að Gunnar Gíslason og Guðrún Karitas Garðarsdóttir verði fulltrúar Akureyrarbæjar.