Bæjarstjórn - 3359
- Kl. 16:00 - 19:37
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3359
Nefndarmenn
- Matthías Rögnvaldssonforseti bæjarstjórnar
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Margrét Kristín Helgadóttir
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson
- Logi Már Einarsson
- Sigríður Huld Jónsdóttir
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Fiskitangi 4 - breyting á deiliskipulagi vegna niðurrifs bragga
Málsnúmer 20140701481. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. september 2014:\nSkipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" í samræmi við bókun nefndarinnar 30. júlí sl. Breytingartillagan gerir ráð fyrir niðurrifi á tveimur bröggum á lóðinni nr. 4 við Fiskitanga, matsnúmer 214-9755 og 214-9759. Tillagan er unnin af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt hjá AVH teiknistofu ehf, dagsett 1. september 2014.\nÍ umsögn Norðurorku, dagsettri 4. september 2014, kemur fram að Norðurorka eigi dreifistöð við braggana. Finna þarf lausn þannig að dreifistöðin verði í útkanti nýbyggingarinnar við opna umferð eða þá að eldri stöð við Hafnarhús verði stækkuð. Einnig er möguleiki á að stöðin verði á núverandi stað ef aðkoma verður tryggð.\nEinungis er um að ræða niðurrif á tveimur bröggum þar sem fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar um niðurrifið og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.\nSkipulagsnefnd tekur undir umsögn Norðurorku um að fundin skuli lausn á málefni spennistöðvar, sem er innan lóðar ÚA, áður en hafnar verði breytingar á mannvirkjum.
<DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>
Breiðholt, hesthúsahverfi - Perlugata 7, deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 20140900363. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. september 2014:\nErindi dagsett 4. september 2014 frá Hjalta Jóni Sveinssyni þar sem hann sækir um breytingu á deiliskipulagi hesthúsahverfisins Breiðholts. Um er að ræða stækkun á byggingarreit um tvo metra til norðurs.\nMeðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 8. september 2014, sem er í samræmi við ofangreint og unnin af Landslagi ehf.\nEinungis er um að ræða stækkun á byggingarreit um tvo metra innan lóðar og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Nýtingarhlutfall lóðarinnar helst óbreytt. \nÞess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Samþykktir fastanefnda endurskoðun 2014 - bæjarráð
Málsnúmer 20130601447. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 21. ágúst 2014:\nLögð fram tillaga að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð Akureyrar.\nBæjarráð vísar tillögu að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð til bæjarstjórnar með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð Akureyrar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Samþykkt fyrir kjarasamninganefnd Akureyrar endurskoðun 2014
Málsnúmer 20140801125. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 4. september 2014:\n1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 26. ágúst 2014:\nLögð fram til umsagnar tillaga að breytingum á samþykkt fyrir kjarasamninganefnd Akureyrar.\nKjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti.\nBæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir kjarasamningnefnd Akureyrar og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir kjarasamninganefnd Akureyrar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017
Málsnúmer 20130501983. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 4. september 2014:\nLagður fram viðauki við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017 vegna fjárveitinga til búsetudeildar vegna brýnna þarfa þriggja einstaklinga fyrir húsnæði og sérhæfða þjónustu og vegna rekstrarsamnings um rekstur Lautarinnar sem samþykkt voru í bæjarráði 28. ágúst sl.\nBæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Skólamál - umræða
Málsnúmer 2013100100Bæjarfulltrúi Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir að tekin yrði umræða um skólamál á Akureyri, stöðu og framtíð.
<DIV><DIV><DIV>Almennar umræður urðu í kjölfarið.</DIV></DIV></DIV>
Ráðning aðstoðarmanns bæjarstjóra
Málsnúmer 2014090115Umræða um ráðningu aðstoðarmanns bæjarstjóra.
<DIV></DIV>
Skýrsla bæjarstjóra
Málsnúmer 2010090095Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
<DIV></DIV>