Kjarasamninganefnd - 5
- Kl. 15:15 - 17:15
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 5
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Hjalti Ómar Ágústsson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Halla Margrét Tryggvadóttirfundarritari
TV einingar - reglur 2013
Málsnúmer 2013110119Tveir fulltrúar úr matshópi um úthlutun TV eininga vegna verkefna- og hæfni mættu á fund nefndarinnar og kynntu tilögur að breytingum á úthlutunarreglum, umsóknar- og umsagnarformi. Í matshópnum eru Katrín Björg Ríkharðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður sem sátu fund nefndarinnar, en einnig er í hópnum Ögmundur Knútsson forseti viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri.
<DIV>Samþykkt að vinna að endurskoðun á reglum um úthlutun TV eininga í samræmi við umræður á fundinum. </DIV>
TV einingar - úthlutun haustið 2013
Málsnúmer 2013100205Matshópur um úthlutun TV eininga vegna verkefna og hæfni kynnti tillögu að síðari úthlutun ársins 2013.
<DIV>Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu matshópsins um úthlutun TV eininga vegna verkefna og hæfni til fimm umsækjenda.</DIV>
TV einingar - umsóknir v/markaðs- og samkeppnisaðstæðna
Málsnúmer 2013100256Kynntar til umfjöllunar og afgreiðslu, umsóknir um TV einingar vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna frá hjúkrunarfræðingum á Heilsugæslustöðinni á Akureyri.
<DIV>Afgreiðslu frestað til næsta fundar.</DIV>