Stjórn Akureyrarstofu - 270
- Kl. 14:00 - 16:52
- Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
- Fundur nr. 270
Nefndarmenn
- Hilda Jana Gísladóttirformaður
- Anna Fanney Stefánsdóttir
- Sigfús Arnar Karlsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Finnur Sigurðsson
- Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing
Málsnúmer 2014030109Alfa Aradóttir deildarstjóra forvarna- og frístundadeildar og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu samfélagssviðs kynntu aðgerðaráætlun barnasáttmálans.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar framkominni aðgerðaráætlun við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þakkar Ölfu og Bryndísi fyrir kynninguna.
Íbúaþróun í Akureyrarbæ
Málsnúmer 2019010151Á fundi bæjarráðs þann 17. janúar 2019 voru lögð fram til kynningar gögn um íbúaþróun í Akureyrarbæ.
Bæjarráð leggur til að stjórn Akureyrarstofu undirbúi samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúamarkaði fyrir Akureyrarbæ og farið verði í markaðssetningu í kjölfarið. Bæjarráð leggur til að þetta verði samvinnuverkefni Akureyrarbæjar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Jafnframt áréttar bæjarráð mikilvægi þess að farið verði í átak um færslu opinberra starfa út á landsbyggðirnar.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum Akureyrarstofu að skilgreina og gera fjárhagsáætlun um gerð samkeppnis- og markaðsgreiningar á atvinnu- og íbúamarkaði fyrir Akureyrarbæ í samvinnu við AFE. Jafnframt verið í samvinnu við AFE gert átak í að vekja athygli á mikilvægi þess að flytja opinber störf út á landsbyggðirnar og auglýsa störf án staðsetningar.
Safnastefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2014110087Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu gerði grein fyrir vinnu við gerð safnastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að vinnu undirbúningshóps vegna safnastefnu verði lokið um miðjan febrúar.
Iðnaðarsafnið - beiðni um fjárstuðning
Málsnúmer 2018080050Erindi dagssett 7. desember 2018 frá Þorsteini E. Arnórssyni safnstjóra Iðnaðarsafnsins og Jónu Sigurlaugu Friðriksdóttur safnverði þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárstuðningi við rekstur Iðnaðarsafnsins.
Afgreiðslu frestað.
Beiðni um flutning á útilistaverkinu Harpa bænarinnar
Málsnúmer 2018090065Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 6. september 2018 var tekin fyrir beiðni frá Brynju Ragnarsdóttur f.h. aðstandenda Guðmundar Jörundssonar og Mörtu Sveinsdóttur sem gáfu Akureyrarbæ listaverkið Harpa bænarinnar árið 1974. Í erindinu er óskað eftir að bæjaryfirvöld láti færa verkið af Hamarkotstúni þar sem það er nú og á sýnilegri stað í bænum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkti að óska eftir því að umhverfis- og mannvirkjasvið ynni forgangslista yfir viðhald og framkvæmdir við útilistaverk í samvinnu við safnstjóra Listasafnsins á Akureyri.
Forgangslisti lagður fram.Ekki er hægt að verða við beiðni um flutning þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni til þess á árinu 2019. Stjórn Akureyrarstofu vísar forgangsröðun á viðhaldi útilistaverka til 3ja ára fjárhagsáætlunargerðar.
Upplýsingastefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2015110167Samkvæmt upplýsingastefnu Akureyrarbæjar skulu svið og deildir leggja fram kynningaráætlun fyrir 1. mars ár hvert.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að starfsmenn Akureyrarstofu geri drög að kynningaráætlun og leggi fyrir stjórn.
Akureyrarstofa - verkaskipti og starfslýsingar
Málsnúmer 2019010210Á síðasta ári var verkaskiptum breytt á Akureyrarstofu og var megin breytingin sú að viðburðastjórnun dreifist á alla starfsmenn í stað þess að vera að mestu leyti á höndum verkefnisstjóra menningarmála. Þá hefur vefstjórn á akureyri.is flust yfir á stjórnsýslusvið en ritstjórnarhluverk frétta er bæði þar og á Akureyrarstofu. Nú stendur yfir endurskoðun á starfslýsingum með hliðsjón af reynslunni af þessu breytingum og því að nú er ráðgert að auka afl í upplýsingagjöf til íbúa og markaðssetningar á íbúamarkaði. Deildarstjóri gerði grein fyrir þessari vinnu og stöðu hennar.