Bæjarráð - 3462
- Kl. 08:30 - 11:58
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3462
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Logi Már Einarsson
- Matthías Rögnvaldsson
- Gunnar Gíslason
- Margrét Kristín Helgadóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2015
Málsnúmer 2015030040Tryggvi Már Ingvarsson formaður skipulagsnefndar og Pétur Bolli Jóhhannesson skipulagsstjóri mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir endurskoðun á gatnagerðargjöldum.
Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri fundinn undir þessum lið.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019 - fjárhagsáætlunarferli og tekjuáætlun
Málsnúmer 2015040196Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum 4. júní sl.
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlunarferli og gögn vegna tekjuáætlunar vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2016-2019.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um fjárhagsáætlunarferlið og tekjuáætlun.
Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2015
Málsnúmer 2015040016Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til apríl 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Sérfræðiþjónusta leik- og grunnskóla
Málsnúmer 20140200041. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 3. júní 2015:
Lagt fram minnisblað Helgu Vilhjálmsdóttur forstöðumanns sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla og Guðrúnar Ólafíu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar dagsett 22. maí 2015 um þörf fyrir viðbótarmönnun í sérfræðiþjónustunni.
Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og vísar málinu til bæjarráðs.
Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að upphæð kr. 2,5 milljónir vegna sérfræðiþjónustu og að gerður verði viðauki sem lagður verði fyrir bæjarstjórn.
Bílaklúbbur Akureyrar - ósk um stuðning við gerð framtíðar tjaldsvæðis
Málsnúmer 20140700943. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 5. júní 2015:
Lagður fram samningur milli Akureyrarbæjar og Bílaklúbbs Akureyrar um uppbyggingu, framkvæmd og rekstrarfyrirkomulag tjaldstæðis á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn við Bílaklúbb Akureyrar í samræmi við bókun í 2. lið í fundargerð framkvæmdaráðs 5. júní 2015 um 5 milljónir til uppbyggingar tjaldstæðis Bílaklúbbs Akureyrar og vísar honum til bæjarráðs.Bæjarráð samþykkir samninginn.
Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð
Málsnúmer 2010020035Lögð fram til kynningar 91. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 27. maí 2015. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Tillaga til þingsályktunar um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda, 588. mál
Málsnúmer 2015060046Lagt fram til kynningar erindi dagsett 3. júní 2015 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda, 588. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. júní 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1020.html
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerð
Málsnúmer 2015010106Lögð fram til kynningar fundargerð 828. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 29. maí 2015. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx