Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Fræðsluráð hóf fundinn á heimsókn í Lundarskóla til að skoða endurbætur sem gerðar hafa verið á skólahúsnæðinu.
Kristrún Lind Birgisdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu vinnunnar við innleiðingu menntastefnu Akureyrarbæjar.
Karl Frímannsson sviðstjóri fræðslusviðs kom til fundar kl. 14:08.
Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar lagði fram til kynningar rekstrarstöðu fræðslumála janúar - júlí 2021.
Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar gerði grein fyrir stöðu útboðs á frístundaakstri.
Drífa Þórarinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra vék af fundi kl. 14:50.
Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla gerði grein fyrir úttekt á matseðlum leik- og grunnskóla.
Óskin um viðauka var tekin fyrir á síðasta fundi fræðsluráðs og kom nú til 2. umræðu líkt og reglur segja til um.
Fræðsluráð samþykkir erindið og vísar því til bæjarráðs.