Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Fræðsluráði barst erindi frá Menntamálastofnun dagsett 3. janúar 2019 þar sem óskað var eftir greinargerð um fjölda kennslustunda í list- og verkgreinum í grunnskólum Akureyrar. Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir málinu.
Fræðsluráð undirstrikar mikilvægi list- og verkgreinakennslu í skólum bæjarins. Í auknum mæli er farið að samþætta kennslugreinar og oft á tíðum flókið að skilgreina hversu mörgum mínútum er varið í hverja kennslugrein. Vinna hefst með skólastjórnendum grunnskóla Akureyrarbæjar nú á vordögum við að haga stundatöflugerð næsta skólaárs þannig að auðveldara verði að sjá hver er hlutur list- og verkgreina og að hann verði ekki lægri en lög gera ráð fyrir.
Bréf félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barna, dagsett 21. febrúar 2019, lagt fram til kynningar.
Stefnumótun í málefnum barna, endurskoðun á félagslegri umgjörð og þjónustu við börn á Íslandi stendur yfir í félagsmálaráðuneytinu. Á grundvelli samkomulags fimm ráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga var skipuð þverpólitísk þingmannanefnd í september 2018 sem falið var að ,,leggja til breytingar á lögum, reglugerðum eða á framkvæmd þjónustu, sem kunna að vera nauðsynlegar til að skapa heildarsýn í málefnum barna og þjónustu við þau."
Lagt fram til umsagnar erindi frá velferðarnefnd Alþingis dagsett 21. febrúar 2019 um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandendur.
Lagðar eru skyldur á leik- og grunnskóla, sbr. kafla IV og V þar sem leik-/grunnskólabörnum, sem eiga langveikt eða deyjandi foreldri eða missa foreldri, skal tryggður viðeigandi stuðningur og ráðgjöf innan leik-/grunnskólans í samvinnu við heilbrigðisstofnun þar sem foreldrið er til meðferðar eða sem hefur móttekið tilkynningu um andlát foreldris og foreldra eða aðra þá sem annast barnið. Í frumvarpinu er tillaga gerð um lagabreytingar á leikskóla- og grunnskólalögum vegna þess.
Formaður fræðsluráðs gerði grein fyrir vinnu við leikskólabyggingu á Glerárskólareit.
Verið er að vinna við hönnun leikskólans og er skipulagsferlið hafið. Ráðgert er að skólinn verði tekinn í notkun árið 2021.
Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti vinnu við endurskoðun á skólastefnu Akureyrarbæjar.