Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Starfsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2021 tekin til afgreiðslu.
Fræðsluráð samþykkir starfsáætlunina samhljóða.
Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2021 lögð fram til kynningar.
Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs vék af fundi kl. 14:50.
Gjaldskrá fræðslusviðs fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar.
Forstöðumaður rekstrar gerði grein fyrir stöðu fræðslumála á tímabilinu janúar til ágúst 2020.
Ársskýrsla, starfsáætlun og innra mat leikskóla Akureyrarbæjar lagt fram til staðfestingar.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða.
Rósa Njálsdóttir vék af fundi kl. 15:40.
Eitt af lögbundnum verkefnum fræðsluráðs sbr. 6. grein laga nr. 91/2008 um grunnskóla er ,,að sjá til þess að öll skólaskyld börn sem rétt eiga á skólavist í sveitarfélaginu njóti lögboðinnar fræðslu." Greinargerð um skólavist var lögð fram á fundinum.
Bréf dagsett 29. september 2020 frá Menntamálastofnun lagt fram til kynningar þar sem staðfest er að Lundarskóli hafi gert fullnægjandi grein fyrir viðbrögðum við ytra mati á skólastarfinu.
Fræðsluráð óskar eftir að settur verði á fót starfshópur sem hefur það verkefni að vinna að heilsueflingu í leik- og grunnskólum. Á fundinum var lagt fram erindisbréf starfshópsins.
Fræðsluráð staðfestir erindisbréfið og samþykkir að formaður hópsins verði Þuríður Árnadóttir.