Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Eitt af lögbundnum verkefnum fræðsluráðs sbr. 6. grein laga nr. 91/2008 um grunnskóla er ,,að sjá til þess að öll skólaskyld börn sem rétt eiga á skólavist í sveitarfélaginu njóti lögboðinnar fræðslu."
Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar og Karl Frímannsson sviðsstjóri lögðu fram greinargerð um málið.
Öll skólaskyld börn með lögheimili á Akureyri njóta lögboðinnar fræðslu skv. lögum.
Forstöðumaður rekstrar lagði fram til kynningar hvernig staðið er að úthlutun fjár til búnaðarkaupa í leik-, grunn- og tónlistarskóla.
Sviðsstjóri fræðslusviðs lagði fram tillögu að endurskoðun á núgildandi reglum um skólaval.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að ganga frá endanlegri tillögu að skólavali fyrir næsta fund.
Forstöðumaður rekstrar lagði fram til kynningar breytingar á fyrstu drögum að fjárhagsáætlun fræðslumála 2019-2022.
Bókun fræðsluráðs frá 9. október 2017 um sumarlokun í leikskólum var lögð fram til kynningar.
Sviðsstjóra er falið að undirbúa viðhorfskönnun meðal foreldra og starfsfólks í leikskólum vegna fyrirkomulags á sumarlokunum.
Formaður fræðsluráðs gerði grein fyrir stöðunni við hönnun leikskólabyggingar á Glerárskólareit. Ráðgert er að byggingin verði tekin í notkun haustið 2021.