Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðuna á innritun í leikskóla og stöðu á málaflokknum.
Akureyrarbær hefur nú samið við Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp um að fá að nýta þau leikskólapláss sem þar eru laus til að mæta fyrirliggjandi þörf fyrir þá sem geta nýtt sér það og draga þannig úr fjölda barna á biðlista. Þá verður áfram leitað leiða til mæta aukinni þörf fyrir dagforeldra.
Erindi sem barst í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 30. nóvember 2017.
Dóra Rún Kristjánsdóttir, Eydís Eyþórsdóttir og Hafdís Ólafsdóttir mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Þær voru með töluverðar áhyggjur yfir stöðu leikskólamála á Akureyri.
Fræðsluráð þakkar fyrir erindið.
Með tilvísan í lið 1 í fundargerðinni leitar fræðsluráð nú allra leiða til að finna lausnir á fyrirliggjandi stöðu í leikskóla- og dagvistarmálum.
Þá leggur fræðsluráð áherslu á framúrskarandi þjónustu og fagmennsku í öllu skólastarfi.
Kynnt afrit af svari mennta- og menningarmálaráðuneytis til foreldra varðandi sjúkrakennslu.
Samkvæmt áætlun fundardaga átti að vera einn fundur hjá fræðsluráði í janúar, þann 15. janúar.
Formaður taldi nauðsynlegt að fjölga fundum í janúar og voru því lagðar til nýjar dagsetningar, mánudagurinn 8. janúar og mánudagurinn 22. janúar 2018.
Fræðsluráð samþykkir framlagða tillögu formanns.