Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:30 - 16:00
  • Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
  • Fundur nr. 9

Nefndarmenn

    • Dagbjört Elín Pálsdóttirformaður
    • Siguróli Magni Sigurðsson
    • Guðmundur H Sigurðarson
    • Anna Rósa Magnúsdóttir
    • Anna María Hjálmarsdóttiráheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Karl Frímannssonsviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
    • Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
    • Árni Konráð Bjarnasonforstöðumaður rekstrardeildar
Dagný Þóra Baldursdóttir L-lista og varamaður hennar boðuðu forföll. Anna Rósa Magnúsdóttir D-lista mætti í forföllum Þórhalls Harðarsonar.
  • Skóladagatal leikskóla 2018-2019

    Málsnúmer 2018040175

    Leikskólafulltrúi lagði fram til staðfestingar skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2018-2019.

    Fræðsluráð samþykkir skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2018-2019.

    Fræðsluráð vill árétta mikilvægi þess að samráð verði haft við gerð skóladagatals á milli leik- og grunnskóla í hverju skólahverfi.

    Fulltrúi D-lista gerir eftirfarandi bókun: Þar sem innleiðingu aðalnámskrár leikskóla er lokið er lagt til að sjötti lokunardagur verði tekinn burt enda um tímabundna ráðstöfun að ræða frá árinu 2011.

    Fulltrúar meirihlutans og fulltrúi V-lista gera eftirfarandi bókun: Talið er nauðsynlegt að festa í sessi sex starfsdaga til að viðhalda því faglega starfi sem unnið er í leikskólum Akureyrarkaupstaðar.

    Fylgiskjöl
  • Grunnskólar Akureyrarkaupstaðar - gjaldfrjáls námsgögn

    Málsnúmer 2017060154

    Fyrirkomulag innkaupa á námsgögnum fyrir skólaárið 2018-2019 lagt fram til kynningar.

    Fylgiskjöl
  • Kennslustundaúthlutun til grunnskóla

    Málsnúmer 2017030172

    Ósk um viðauka fyrir árið 2018 vegna fjölgunar kennslustunda lögð fram til kynningar.

  • Nútímavæðing í skólum

    Málsnúmer 2017080076

    Sviðsstjóri lagði fram tillögu að skiptingu fjárveitingar til leik- og grunnskóla vegna þróunar í upplýsingartækni.

    Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um skiptingu fjármagns til þróunar á upplýsingatækni í leik- og grunnskólum Akureyrarkaupstaðar.

    Fylgiskjöl
  • Háskólinn á Akureyri og Akureyrarkaupstaður - rammasamningur

    Málsnúmer 2011110017

    Á 8. fundi fræðsluráðs var sviðsstjóra falið að yfirfara gildandi rammasamning með fulltrúum Háskólans á Akureyri.

    Skipaður hefur verið starfshópur með fulltrúum Akureyrarkaupstaðar og Háskólans á Akureyri sem hefur það hlutverk að endurskoða gildandi rammasamning milli aðila. Í hópnum situr fulltrúi MSHA, fulltrúi kennaradeildar HA og Karl Frímannsson sviðsstjóri fyrir hönd Akureyrarbæjar. Hópnum er ætlað að skila tillögum fyrir 1. júní 2018.

  • Rekstur fræðslumála 2018

    Málsnúmer 2018030030

    Rekstrarstaða fræðslumála og frávikagreining fyrir janúar og febrúar 2018 lögð fram til kynningar.

    Fylgiskjöl
  • Gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra

    Málsnúmer 2018040176

    Rekstrarstjóri gerði grein fyrir breytingum á gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslum til foreldra.

    Málinu er frestað til næsta fundar fræðsluráðs.

    Fylgiskjöl
  • Viðauki vegna hækkunar húsaleigu Tröllaborga

    Málsnúmer 2018040177

    Ósk um viðauka fyrir árið 2018 vegna hækkunar á húsaleigu í leikskólanum Tröllaborgum lögð fram til kynningar.

    Fræðsluráð óskar jafnframt eftir útskýringu á hækkun framkvæmdakostnaðar frá upphaflegri áætlun.

    Fylgiskjöl