Fræðslu- og lýðheilsuráð - 67
- Kl. 13:00 - 15:15
- Íþróttahöllin
- Fundur nr. 67
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Jón Þorvaldur Heiðarsson
- Inga Dís Sigurðardóttir
- Gunnar Már Gunnarsson
- Jón Hjaltason
- Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Rannveig Elíasdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristín Jóhannesdóttirsviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Gísli Rúnar Gylfasonforstöðumaður Sundlaugar Akureyrar
- Ellert Örn Erlingssonforstöðumaður íþróttamála
- Ida Eyland Jensdóttirforstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
1. Fræðslu- og lýðheilsuráð - heimsókn í íþróttamannvirki
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður tók á móti fræðslu- og lýðheilsuráði og kynnti starfsemi og húsakynni Íþróttahallarinnar.
Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Ellert forstöðumanni íþróttamála fyrir góðar móttökur og kynningu á starfinu í Íþróttahöllinni.
2. Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024
Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri kynnti stöðu á rekstri fræðslu- og lýðheilsusviðs vegna málaflokka 102 og 106. Staða janúar til desember 2024.
Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.3. Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2024
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2024 kynntar.
Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Á fundinum kom fram vilji til að halda stórþing í Birtu og Sölku, fyrir eldri borgara nú strax í vor og sviðsstjórum velferðarsviðs og fræðslu- og lýðheilsusviðs falið að vinna að framgangi þess í samvinnu við EBAK.
Fylgiskjöl
4. Sundlaugaryfirbreiðslur
Kynntar niðurstöður Eflu varðandi fýsileika þess að setja yfirbreiðslur yfir ákveðnar sundlaugar og potta í sundlaugum Akureyrarbæjar.
Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram ásamt forstöðumanni sundlauga.
Fylgiskjöl
5. Frístundastyrkur - tómstundaávísun
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála gerði grein fyrir notkun á frístundastyrk Akureyrarbæjar árið 2024.
Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fylgiskjöl
6. Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum
Fjallað um erindi frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað var eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.
Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið og heimilar notkun á Boganum undir bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar 2025.
Fræðslu- og lýðheilsuráð áréttar að þegar gervigrasmottan og undirlagið í Boganum verður endurnýjað að þá er horft til þess að vera ekki með bílasýningar og þung tæki á nýju gervigrasi og nýju undirlagi.7. Ályktun FÍÆT vegna áfengissölu
Lögð fram til kynningar og umræðu ályktun frá haustfundi Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.
Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar FÍÆT fyrir erindið.
Fylgiskjöl
8. Barnvænt sveitarfélag - gátlistar
Lagður fram gátlisti barnvæns sveitarfélags.
Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málum 3, 5 og 7 til kynningar í ungmennaráði.