Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:00 - 14:50
  • Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
  • Fundur nr. 54

Nefndarmenn

    • Heimir Örn Árnasonformaður
    • Jón Þorvaldur Heiðarsson
    • Bjarney Sigurðardóttir
    • Gunnar Már Gunnarsson
    • Tinna Guðmundsdóttir
    • Rannveig Elíasdóttiráheyrnarfulltrúi
    • Angantýr Ómar Ásgeirssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
    • Sylvía Dögg Hjörleifsdóttirverkefnastjóri grunnskóla
    • Ellert Örn Erlingssonforstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
  • Svæðisbundin farsældaráð - tillaga

    Málsnúmer 2024051346

    Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE kynnti hugmyndir þar sem óskað er eftir heimild frá sveitarfélögum til að hefja vinnu við að gera drög að samningi um svæðisbundið farsældarráð fyrir Norðurland eystra.



    Áheyrnarfulltrúar: Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

    Fræðslu- og lýðheilsuráð veitir SSNE sína heimild til að hefja vinnu við að gera drög að samningi um svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi eystra.

  • Læsir - lestrarappið

    Málsnúmer 2024060412

    Atli Sveinn Þórarinsson, Kjartan Stefánsson og Sigrún Björnsdóttir kynntu Læsi, snjallforrit sem hefur verið í þróun í þeim tilgangi að halda utan um heimalestur barna.



    Áheyrnarfulltrúar: Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

    Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fyrir kynninguna og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

  • Ósk um viðauka vegna sérúrræða í grunnskólum haustið 2024

    Málsnúmer 2024051277

    Önnur umræða vegna óskar um viðauka vegna sérúrræða í grunnskólum haustið 2024.



    Áheyrnarfulltrúar: Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

    Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 20.000.000 vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

  • Samræmdar símareglur í grunnskólum Akureyrarbæjar - símafrí

    Málsnúmer 2024051218

    Önnur umræða um viðaukabeiðni til kaupa á skápum og afþreyingarefni vegna samræmdra símareglna í grunnskólum Akureyrarbæjar.



    Áheyrnarfulltrúar: Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

    Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 4.000.000 vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

  • Beiðni um aukið stjórnunarhlutfall í Lundarseli - Pálmholti

    Málsnúmer 2024060410

    Beiðni frá stjórnendum í Lundarseli - Pálmholti um aukið hlutfall til stjórnunar í leikskólanum.



    Áheyrnarfulltrúar: Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

    Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra og rekstrarstjóra að endurmeta viðmið varðandi stöðuhlutfall aðstoðarskólastjóra í leikskólum bæjarins og vísar málinu til fjárhagsáætlunarvinnu.

  • Ársreikningar ÍBA og aðildarfélaga með rekstrarsamning við Akureyrarbæ

    Málsnúmer 2023060136

    Í rekstrarsamningum Akureyrarbæjar við aðildarfélög ÍBA er kveðið á um að upplýsingar um rekstur félaganna skuli lagðar fram til kynningar fyrir ráðið.

    Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar ársreikninga Golfklúbbs Akureyrar, Íþróttafélagsins Þórs, Knattspyrnufélags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar, Hestamannafélagsins Léttis og Siglingarklúbbsins Nökkva fyrir árið 2023.



    Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

  • Íþróttafélagið Þór - uppbygging á félagssvæði Þórs

    Málsnúmer 2023031752

    Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti drög að samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór varðandi framkvæmdir og uppbyggingu á gervigrassvæði á félagssvæði Þórs.



    Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

    Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar samningi til afgreiðslu í bæjarráði.

  • Barnvænt sveitarfélag - gátlistar

    Málsnúmer 2023091180

    Barnvænt hagsmunamat lagt fram.



    Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

    Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar dagskrárliðum númer 1 og 2 til ungmennaráðs.