Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 21. mars 2023 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir kaupum á sláttuvél á íþróttasvæði Þórs. Erindið var áður á dagskrá 27. mars 2023.
Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að kaupa sláttuvél samanber óskir félagsins til notkunar á félagssvæði Þórs og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna búnaðarkaupanna.
Erindi dagsett 28. mars 2023 frá Reimari Helgasyni framkvæmdarstjóra Þórs þar sem óskað er eftir að hefja formlegar samningaviðræður við Akureyrarbæ um framtíðaruppbyggingu og skipulag á íþróttasvæði Þórs.
Reimar Helgason framkvæmdarstjóri Þórs sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Reimari Helgasyni fyrir komuna. Ráðið felur formanni fræðslu- og lýðheilsuráðs að boða til fundar með Íþróttafélaginu Þór.
Erindi dagsett 13. apríl 2023 frá Tryggva Heimissyni formanni Siglingaklúbbsins Nökkva þar sem óskað er eftir styrk til að sinna viðhaldsvinnu á öryggis- og kennslubát félagsins.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Siglingaklúbbnum Nökkva fyrir erindið. Ráðið tekur vel í beiðnina og samþykkir að styrkja félagið um 380.000 kr. fyrir öryggis- og kennslubát félagsins.
Lagt fram minnisblað forstöðumanns forvarna- og frístundamála og forstöðumanns skrifstofu en óskað er eftir samþykki fræðslu- og lýðheilsuráðs til að sækja um í búnaðarsjóð UMSA fyrir 4. hæðina í Rósenborg.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð sækir um 2,4 m.kr. í búnaðarsjóð umhverfis- og mannvirkjasviðs og samþykkir jafnframt að bera lausafjárleigu vegna kaupanna.
Skóladagatal grunnskóla Akureyrarbæjar lagt fram til samþykktar.
Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal.
Ósk um breytingu á skóladagatali Lundarskóla vegna námsferðar starfsmanna skólans.
Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið.
Ósk um breytingu á skóladagatali Brekkuskóla vegna skipulagsdags starfsmanna skólans.
Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið.
Lagt fram til kynningar minnisblað um valfrjálsa daga í leikskólum Akureyrarbæjar.
Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur vel í hugmyndina um að taka upp valfrjálsa daga frá og með ágúst 2023 og vísar erindinu til bæjarráðs.