Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Héðinn Svarfdal verkefnastjóri lýðheilsumála fóru yfir stöðu mála varðandi lýðheilsukortið og kynntu hugmyndir að næstu skrefum í þróun lýðheilsukortsins.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram og leggja fram tillögur að framhaldi verkefnisins fyrir marslok 2024.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Héðinn Svarfdal verkefnastjóri lýðheilsumála lögðu fram til umræðu og kynningar svæðisbundinn lýðheilsuvísi embættis landlæknis fyrir Akureyrarbæ 2023.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Héðinn Svarfdal verkefnastjóri lýðheilsumála kynnti hugmyndir undirbúningshóps að vinnu og verklagi varðandi komandi verkefni að búa til lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar góða kynningu og fagnar því að vinna sé komin af stað við lýðheilsustefnu.
Erindi dagsett 18. september 2023 frá stjórn Lyftingadeilar KA þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á búnaði og styrk vegna leigu á aðstöðu fyrir deildina.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð frestar afgreiðslu erindisins.
Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála og Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu kynntu stöðuna á tilraunaverkefninu Íþróttafélaginn - stuðning við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar góða kynningu og felur forstöðumanni tómstundamála að vinna málið áfram.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar áframhaldandi vinnu til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2024.
Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 13. september 2023:
Velferðarráð vísar drögum að reglum til ungmennaráðs, samráðshóps um málefni fatlaðs fólks og fræðslu- og lýðheilsuráðs til umsagnar. Drögin eru einnig send Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppi til kynningar.
Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála, Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á velferðarsviði sátu fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð gerir ekki athugasemdir við reglurnar.
Liður 2 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 13. september 20223:
Öldungaráð lýsir sérstakri ánægju með hve vel hefur tekist til með hádegismatinn í Sölku og Birtu undanfarið. Ljóst er að félagslegi þáttur þess að koma saman og borða hefur mikil og góð áhrif á líðan og heilsufar eldra fólks.
Öldungaráð skorar á fræðslu- og lýðheilsuráð að halda áfram að bjóða upp á máltíðir á niðurgreiddu verði til eldra fólks og hvetur ráðið til þess að bjóða upp á máltíðir fimm daga vikunnar, eins og flest önnur sambærileg sveitarfélög gera.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar kynninguna og ráðið mun taka tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Erindi dagsett 21. ágúst 2023 frá stjórn Dagvistunar, félags dagforeldra á Akureyri, þar sem félagið óskar eftir því að Akureyrarbær niðurgreiði að fullu, öryggishnapp til dagforeldra sem eru skyldugir til að bera slíkan í sinni vinnu sbr. ný reglugerð vegna daggæslu barna í heimahúsum.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið að hluta og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Niðurgreiðslur til dagforeldra hafa tekið mið af kjarasamningi Einingar-Iðju við sveitarfélögin (launaflokkur 121). Nú varð breyting á umræddum kjarasamningi frá og með 1. október sl., en þar eru laun í launaflokki 121 hækkuð um 19.500 kr. miðað við fullt starf. Hækkunin nemur 4,3624%.
Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá dagforeldra og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Erindi dagsett 29. september 2023 frá fagráði leikskólastjóra til fræðslu- og lýðheilsuráðs sent að beiðni leikskólastjóra á Akureyri. Erindið er ítrekun og eftirfylgni bréfs sem fór til ráðsins í október 2022.
Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fagráði leikskólastjóra fyrir erindið og tekur undir áhyggjur fagráðsins. Nú hefur verið farið af stað með skráningardaga og áform eru um sex gjaldfrjálsa tíma á dag og er vilji til að sjá hvaða árangri þessar aðgerðir skila áður en farið er í aðrar aðgerðir. Árangursmat skal liggja fyrir eigi síðar en í lok júní 2024.
Lögð fram til samþykktar drög að gjaldskrá leikskóla fyrir 2024. Lagt er til að skólatíminn frá 08:00 til 14:00 verði gjaldfrjáls en fæðisgjald hækki í takt við aðrar gjaldskrárbreytingar.
Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskólamála fyrir árið 2024 og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Lögð fram samþykktar drög að gjaldskrá fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir 2024. Lagt er til að almennt hækki gjaldskráin um 9%.
Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að gjaldskrá fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir árið 2024 og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Lögð fram til drög að fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir árið 2024.
Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Lagt fram til umræðu og vísað áfram til bæjarráðs.
Lögð fram til samþykktar drög að starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir árin 2024-2027.
Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykktir fyrir sitt leyti starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024 og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Lagt fram barnvænt hagsmunamat fundarins.
Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsluráð vísar dagskrárliðum 1, 3 g 5 til umsagnar og kynningar hjá ungmennaráði Akureyrarbæjar.