Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Umræður um hádegismat í félagsmiðstöðvum fólksins Birtu og Sölku.
Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð telur brýnt að fundin verði viðunandi lausn varðandi máltíðir fyrir eldra fólk í félagsmiðstöðvum fólksins í Birtu og Sölku.
Tekið fyrir erindi Félags eldri borgara á Akureyri en málið var áður á dagskrá á 23. fundi ráðsins þann 16. janúar sl.
Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur vel í erindið og felur forstöðumanni tómstundamála að vinna málið áfram í samstarfi við Félag eldri borgara.
Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista mætti á fundinn kl. 13:30 í forföllum Tinnu Guðmundsdóttur. <br /> <br />
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram drög að samningi við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna 2023.
Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn.
Erindi dagsett 21. mars 2023 frá Blakdeild KA þar sem er óskað eftir styrk vegna flutnings og uppsetningar blakvalla í Boganum fyrir Öldungablakmót í Boganum 28.-30. apríl næstkomandi.
Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir styrk að upphæð kr. 1.250.000.
Erindi dagsett 21. mars 2023 frá Reimari Helgasyni framkvæmdarstjóra Þórs þar sem óskað er eftir kaupum á sláttuvél á Íþróttasvæði Þórs.
Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Erindi dagsett 2. febrúar 2023 frá Kristjáni Þór Harðarsyni framkvæmdarstjóra Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær styrki félagið með því að gefa eftir húsaleigu vegna Landsþings félagsins í Íþróttahöllinni 12. og 13. maí næstkomandi.
Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið að hluta og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Erindi dagsett 22. mars 2023 frá Aðalheiði Skúladóttur fyrir hönd iðkenda í Steps dancecenter þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í Dance World Cup 2023 í Portúgal.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð 100 þús. kr. en bendir jafnframt á mikilvægi þess að reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar verði endurskoðaðar.
Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdastjóri Ásgarðs kom á fundinn og ræddi innleiðingu menntastefnu Akureyrarbæjar.
Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdis Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Kristrúnu fyrir kynninguna.
Skóladagatöl grunnskóla Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.
Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdis Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl.
Lögð fram drög að tilhögun sumarlokana leikskóla 2024 - 2028.
Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdis Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi tilhögun að sumarlokun leikskóla.
Lögð fram ósk um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 til að mæta betri vinnutíma í leikskólum.
Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdis Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar erindinu til síðari umræðu í ráðinu.
Lagt fram minnisblað vegna fjölgunar leikskólarýma.
Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdis Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að framkvæmdirnar verði eignfærðar og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna framkvæmdanna. Auk þess óskar fræðslu- og lýðheilsuráð að nýta mögulegt svigrúm í búnaðarsjóð umhverfis og mannvirkjasviðs fyrir stofnbúnaði við að setja upp leikskóladeildir í Síðuskóla og Oddeyrarskóla.