Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 14:00 - 17:00
  • Heilsugæslustöðin - fundarsalur 4. hæð
  • Fundur nr. 1159

Nefndarmenn

    • Dagur Fannar Dagssonvaraformaður
    • Tryggvi Þór Gunnarsson
    • Oktavía Jóhannesdóttir
    • Valur Sæmundsson
    • Sif Sigurðardóttir
    • Guðlaug Kristinsdóttiráheyrnarfulltrúi
    • Valdís Anna Jónsdóttiráheyrnarfulltrúi
    • Margrét Alfreðsdóttirfundarritari
Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista mætti í forföllum Indu Bjarkar Gunnarsdóttur.
  • Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - leiguverð

    Málsnúmer 2012110070

    Tekin upp að nýju umræða um leiguverð í leiguíbúðum Akureyrarbæjar. Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið. \nEinnig mættu á fundinn undir þessum lið Dan J. Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfultrúi. Lagt var fram minnisblað Jóns Heiðars Daðasonar dags. 4. febrúar 2013 um tölfræðilega greiningu á leiguhækkun og sérstakar húsaleigubætur.

    <DIV><DIV><DIV><DIV>Félagsmálaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.</DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Heilbrigðisáætlun - óskað umsagnar

    Málsnúmer 2012090143

    Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti ný drög að Velferðarstefnu (áður heilbrigðisstefnu) Velferðarráðuneytis. Sent til umsagnar í annað sinn. Þingskjalið er hægt að nálgast á vef Alþingis á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/141/s/0639.html\nLögð voru fram drög að umsögn um velferðarstefnuna.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir umsögnina.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Dvalarrými og móttaka - breyting á dvalarrýmum í dagdeildarrými, aukin verkefni og skipan mótttöku íbúa og gesta

    Málsnúmer 2013020112

    Þann 1. júní 2012 gekk í gildi ný reglugerð velferðaráðherra um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma sem kveður á um störf færni- og heilsumatsnefnda og breytt fyrirkomulag við mat á þörf fólks fyrir búsetu í dvalar- og hjúkrunarrými eða tímabundnum innlögnum. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á verklagi sem fólust í því að í stað þess að deildarstjóri heimahjúkrunar hjá HAK sæi um skipulagningu og umsjón rýma var það verkefni alfarið flutt frá 1. desember 2012 til ÖA. Verkefnið var tímabundið vistað hjá einum deildarstjóra ÖA.\nNú liggur fyrir að finna þarf verkefni þessu varanlegri farveg. Áætlun sem unnin var af hjúkrunarforstjóra og deildarstjóra gerir ráð fyrir að ætla megi um 40-50% stöðuhlutfall í þessi verkefni og er kostnaður við það áætlaður um 3 milljónir króna á ári.\nMeð vísan til þessa er lagt til að breyta/fjölga dagdeildarrýmum um tvö.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir fyrirhugaða umsókn um tilfærslu milli dvalar- og dagdeildarrýma.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Þjónustuhópur aldraðra 2010-2014

    Málsnúmer 2010110057

    Tilnefning fulltrúa Akureyrarbæjar í þjónustuhóp aldraðra skv. 7. gr. laga um málefni aldraðra.

    Félagsmálaráð samþykkir að skipa Önnu Marit Níelsdóttur félagsráðgjafa sem fulltrúa Akureyrarbæjar.

  • Heimahjúkrun - reglur um forgang

    Málsnúmer 2013020050

    Inga Dagný Eydal kynnti drög að reglum um forgangsröðun um heimahjúkrun.

    <DIV><DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir reglurnar.</DIV></DIV></DIV>

    Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista vék af fundi kl. 15:44.

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri - ráðning yfirlæknis 2013

    Málsnúmer 2013020052

    Þórir V. Þórisson yfirlæknir HAK kynnti ráðningu nýs yfirlæknis við heilsugæsluna.

    <DIV><DIV><DIV>Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju með ráðningu Jóns Torfa Halldórssonar í stöðu yfirlæknis HAK.</DIV></DIV></DIV>

  • Skýrsla og tillögur vinnuhóps 5 um sameiningu heilbrigðisstofnana og ýmissar sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu

    Málsnúmer 2013020049

    Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti skýrslu vinnuhóps Velferðarráðuneytis um sameiningu heilbrigðisstofnana. Þar er lagt til að heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi verði allar ein stofnun.

    <DIV><DIV>Málinu frestað.</DIV></DIV>