Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 14:00 - 16:00
  • Hlíð - samkomusalur
  • Fundur nr. 1162

Nefndarmenn

    • Inda Björk Gunnarsdóttirformaður
    • Dagur Fannar Dagsson
    • Oktavía Jóhannesdóttir
    • Sif Sigurðardóttir
    • Valur Sæmundsson
    • Guðlaug Kristinsdóttiráheyrnarfulltrúi
    • Margrét Alfreðsdóttirfundarritari
  • Fjárhagserindi 2013 - áfrýjanir

    Málsnúmer 2013010061

    Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra eru færðar í trúnaðarbók félagsmálaráðs.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Dagvist aldraðra - taka til skoðunar og umfjöllunar núverandi skipulag og húsnæði dagþjónustunnar sem rekin er á tveimur stöðum

    Málsnúmer 2013040039

    Skoða samvinnu og/eða samþættingu þjónustunnar og þær breytingar sem hafa orðið á henni undanfarin ár. Lögð til grundvallar vinna starfshóps frá 2007 um sama málefni.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir að skipa starfshóp til að skoða skipulag og húsnæði dagþjónustu á Akureyri.  Hópinn skipa Halldór Gunnarsson framkvæmdastjóri ÖA, Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri, Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri og Olga Ásrún Stefánsdóttir forstöðumaður.  Hópurinn skal skila niðurstöðum 31. maí 2013.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar 2013

    Málsnúmer 2013040041

    Lögð fram drög að breytingum á reglum um úthlutun leiguíbúða þar sem lagt er til að reglur og verklagsreglur verið sameinaðar. Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið.

    <DIV><DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir framkomnar breytingar á reglum um úthlutun leiguíbúða.</DIV></DIV></DIV>

  • Velferðarstefna 2010-2014

    Málsnúmer 2012010098

    Rætt um stöðu verkefnisins og mögulegar leiðir til þess að koma verkefninu áfram. Lagt fram minnisblað um málið.

    <DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.</DIV></DIV>

  • ÖA - velferð og tækni, velferðartækni

    Málsnúmer 2013010215

    Samherji styrkir ÖA.\nMiðvikudaginn 27. mars 2013 veitti Samherji styrki til íþrótta- og tómstundastarfs og annarra samfélagsverkefna á Akureyri. Af því tilefni veitti Samherji fimm milljón króna styrk í verkefnið Velferð og tækni á Öldrunarheimilum Akureyrar. Helga Steinunn Guðmundsdóttir formaður Samherjasjóðsins afhenti styrkinn við athöfn sem fram fór í KA heimilinu. Hún gat þess í ávarpi sínu að með verkefninu væri stuðlað að bættri þjónustu og lífsgæðum íbúa á öldrunarheimilunum. Við afhendingu þessa rausnarlega styrks flutti framkvæmdastjóri ÖA góðar óskir og þakkir til stjórnenda og starfsfólks Samherja frá íbúum og starfsfólki ÖA.

    <DIV><DIV><DIV><DIV>Félagsmálaráð tekur undir þakkir framkvæmdastjóra.</DIV></DIV></DIV></DIV>