Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 14:00 - 17:00
  • Hlíð - samkomusalur
  • Fundur nr. 1134

Nefndarmenn

    • Inda Björk Gunnarsdóttirformaður
    • Dagur Fannar Dagsson
    • Jóhann Ásmundsson
    • Oktavía Jóhannesdóttir
    • Sif Sigurðardóttir
    • Margrét Guðjónsdóttirfundarritari
  • Akureyrarkaupstaður 150 ára árið 2012

    Málsnúmer 2009090008

    Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri 150 ára afmælis Akureyrarbæjar kynnti verkefnið og viðfangsefni afmælisársins.\nBrit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Ester L. Magnúsdóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.

    <DIV><DIV></DIV></DIV>

  • Fjárhagserindi 2011 - áfrýjanir

    Málsnúmer 2011010144

    Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið og kynntu áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.\nJóhann Ásmundsson V-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

    <DIV>Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.</DIV>

  • Ferliþjónusta - áfrýjun

    Málsnúmer 2011110044

    Snæfríð Egilson iðjuþjálfi og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri á búsetudeild kynntu áfrýjun varðandi ferliþjónustu.\nJóhann Ásmundsson V-lista sat ekki fundinn undir þessum lið.

    <DIV>Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.</DIV>

  • Fjárhagsáætlun 2011 - færsla fjárveitinga á milli ára

    Málsnúmer 2011090042

    Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu ráðstöfun fjárveitinga sem bæjarráð heimilaði færslu á milli ára í félagsþjónustu. Um er að ræða 12 milljónir króna sem koma í hlut fjölskyldu- og búsetudeildar.

    <DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir tillögurnar sem lúta að þróun starfsemi, endurnýjun búnaðar og eflingu starfsmanna.</DIV></DIV>

  • Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga

    Málsnúmer 2009110111

    Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti verðmat á húseignum í eigu Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs. Akureyrarbær þarf að ákveða hvort óska eigi eftir leigu eða kaupum á húsnæðinu.\nGuðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.

    <DIV><DIV>Félagsmálaráð vísar málinu til Fasteigna Akureyrarbæjar til frekari vinnslu í samvinnu við framkvæmdastjóra búsetudeildar og fjölskyldudeildar.</DIV></DIV>

  • Skammtímadvöl - áfrýjun

    Málsnúmer 2011110053

    Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti áfrýjun vegna skammtímavistunar.\nGuðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Helga Erlendsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Unnur Harðardóttir deildarstjóri á ÖA sátu fundinn undir þessum lið.

    <DIV><DIV>Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.</DIV></DIV>

  • Fjárhagsáætlun 2012 - félagsmálaráð

    Málsnúmer 2011090047

    Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK lögðu fram til afgreiðslu fjárhagsáætlanir sinna deilda fyrir árið 2012. Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

    <DIV><DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir fjárhagsáætlanir deilda fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.</DIV></DIV></DIV>

  • Íbúðasambýli - nýbygging 2012

    Málsnúmer 2011110037

    Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram ósk um skipun starfshóps til undirbúnings nýbyggingar íbúðasambýlis. Kallað er eftir fulltrúum félagsmálaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar, ásamt starfsmönnum frá Fasteignum Akureyrarbæjar, búsetudeild og fjölskyldudeild.

    <DIV><DIV>Formaður félagsmálaráðs lagði til að Dagur Dagsson verði fulltrúi félagsmálaráðs. </DIV><DIV>Ráðið samþykkir tillöguna samhljóma og vísar málinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.</DIV></DIV>

  • Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

    Málsnúmer 2008080068

    Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní sl. falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.\nSamfélags- og mannréttindaráð samþykkir að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

    Félagsmálaráð tilnefnir Oktavíu Jóhannesdóttur sem sinn fulltrúa í endurskoðun fjölskyldustefnunnar.

  • Öldrunarheimili Akureyrar - kynning á gæðavísum í RAI-mati

    Málsnúmer 2011100123

    Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA kynnir gæðavísa í RAI-mati.

    <DIV>Frestað vegna tímaskorts.</DIV>

  • Öldrunarheimili Akureyrar - virkur vinnustaður 2011-2014

    Málsnúmer 2011100122

    Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA kynnir samstarfsverkefni ÖA og Virk starfsendurhæfingar.

    <DIV>Frestað vegna timaskorts.</DIV>

  • Öldrunarheimili Akureyrar - fræðsluáætlun 2011-2012

    Málsnúmer 2011100121

    Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA kynnir fræðsluáætlun 2011-2012 fyrir öldrunarheimilin.

    <DIV>Frestað vegna tímaskorts.</DIV>