Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 14:00 - 17:00
  • Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
  • Fundur nr. 1119

Nefndarmenn

    • Inda Björk Gunnarsdóttirformaður
    • Dagur Fannar Dagsson
    • Anna Hildur Guðmundsdóttir
    • Jóhann Ásmundsson
    • Oktavía Jóhannesdóttir
    • Brit Bieltvedt
    • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir
    • Karólína Gunnarsdóttir
    • Margrét Guðjónsdóttirfundarritari
  • Öldrunarheimili Akureyrar - starfsemi 2011

    Málsnúmer 2011010041

    Brit Bieltvelt framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sem sat fundinn undir þessum lið, kynntu stöðuna á Öldrunarheimilum.\nÍ fjárlögum ársins 2011 kom fram að hjúkrunarrýmum á ÖA yrði fækkað um sex frá 1. janúar 2011, til viðbótar við þriggja rýma fækkun á árinu 2010. Í kjölfar mótmæla bæjaryfirvalda hefur Velferðarráðuneytið ákveðið að draga hluta skerðingarinnar til baka. Samkvæmt tilkynningu ráðuneytis dags. 24. febrúar 2011 verður dregið úr skerðingu um þrjú hjúkrunarrými auk þess sem átta dvalarrýmum verður breytt í fjögur hjúkrunarrými frá 1. mars 2011. Frá þeim tíma hafa Öldrunarheimili Akureyrar heimild fyrir 168 hjúkrunarrýmum og 20 dvalarrýmum. Samkvæmt þessu fækkar hjúkrunarrýmum á ÖA um tvö frá síðastliðnum árum og dvalarrýmum um átta. Hjúkrunarrýmum á FSA hefur verið fækkað úr tólf í sjö eða um fimm rými frá ársbyrjun 2011. Ræddar voru ýmsar leiðir til að mæta þessum niðurskurði.\nHelga Erlingsdóttir vék af fundi.

    <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Félagsmálaráð&nbsp;telur óhjákvæmilegt að&nbsp;loka einni deild&nbsp;og&nbsp;í samráði við stjórnendur ÖA verður Lerkihlíð lokað. Framkvæmdastjóra og hjúkrunarforstjóra&nbsp;var falið að vinna áfram að málinu. Stefnt verður að því að starfsfólki verði ekki sagt upp störfum heldur fylgi íbúum í rými á öðrum deildum. Framkvæmdastjórum ÖA, búsetudeildar og HAK&nbsp;var falið að afla upplýsinga og vinna að tillögum til að mæta breytingum á þjónustu sem verða vegna niðurskurðar ríkisins.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • Vinabæjamót félagsmálafólks - 2011

    Málsnúmer 2010120103

    Lagt fram til kynningar fundarboð og dagskrá fyrir norrænt vinabæjamót á félags- og heilbrigðissviði sem haldið verður í Randers í Danmörku 5.- 7. júní 2011. Einnig kynnt norræn ráðstefna um þjónustu við fatlaða sem haldin verður í beinu framhaldi af vinabæjamótinu.

    <DIV&gt;<DIV&gt;Félagsmálaráð ákvað að formaður&nbsp;fari á fund&nbsp;vinabæja ásamt einum eða tveimur embættismönnum.</DIV&gt;</DIV&gt;

    Brit Bieltvelt framkvæmdastjóri ÖA vék af fundi.

  • Velferðarþjónusta í norrænum sveitarfélögum og héruðum - ráðstefna

    Málsnúmer 2011020064

    Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 10. febrúar 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að finnska og sænska sveitarfélagasambandið standi fyrir ráðstefnu um stöðu norræna velferðarsamfélagsins sem er sérstaklega ætluð norrænum sveitarstjórnarmönnum, bæði pólitískum og ráðnum stjórnendum sveitarfélaga.

    <DIV&gt;<DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2011

    Málsnúmer 2011010146

    Jóhann Ásmundsson V-lista og Karólína Gunnarsdóttir starfandi framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar mættu á fundinn.$line$

    Jón Heiðar Daðason, húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið. \nJón Heiðar lagði fram til kynningar minnisblað dags. 20. janúar 2011 um stöðu biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ 31. desember 2010.\nEinnig var lagt fram til kynningar minnisblað dags. 7. mars 2011 frá Karólínu Gunnarsdóttur þar sem farið var yfir þörf fyrir sérstakar húsnæðislausnir út frá biðlistanum.\nJón Heiðar Daðason vék af fundi.

    <DIV&gt;<P&gt;Félagsmálaráð felur framkvæmdastjórum fjölskyldudeildar og búsetudeildar í samvinnu við húsnæðisfulltrúa að greina betur þörfina fyrir sértæk úrræði í húsnæðismálum og vinna tillögur að úrbótum í framhaldinu. Þetta verði unnið samhliða starfsáætlun og þriggja ára áætlun.</P&gt;</DIV&gt;

  • Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga

    Málsnúmer 2009110111

    Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti nýja reglugerð velferðarráðherra (nr. 172/2011) um trúnaðarmenn fatlaðra. \nReglugerðin er sett á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks, eins og þeim var breytt í tilefni af yfirfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga. Trúnaðarmenn eiga að fylgjast með högum fatlaðs fólks og vera því innan handar við hvers konar réttindagæslu, hvort sem það er vegna meðferðar einkafjármuna þess, þjónustu sem það á rétt á eða varðandi önnur persónuleg réttindi eða einkamál þess. Norðurland vestra, Akureyri og Norðurþing skulu hafa sameiginlegan trúnaðarmann. Velferðarráðuneytið mun á næstunni skipa trúnaðarmenn.

    <DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;

  • Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga - búsetu- og húsnæðismál

    Málsnúmer 2009110111

    Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti væntanlegan upplýsinga- og samráðsfund um búsetu- og húsnæðismál í tengslum við yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Fundurinn er á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og verður haldinn þann 16. mars nk. og honum verður fjarvarpað til Akureyrar.

    <DIV&gt;<DIV&gt;<P&gt;&nbsp;</P&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    Kristín Sigursveinsdóttir vék af fundi.

  • Forvarnastefna - endurskoðun 2010

    Málsnúmer 2010110033

    Anna Hildur Guðmundsdóttir kynnti drög að nýrri forvarnastefnu fyrir Akureyri skv. tölvupósti dags. 18. mars 2011 frá samfélags- og mannréttindaráði þar sem þess er óskað að félagsmálaráð taki drögin til umsagnar.

    <DIV&gt;<DIV&gt;Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju með drögin að forvarnastefnu. Óskað er eftir einni breytingu varðandi heilbrigða lífshætti og heilsueflandi samfélag: í stað samvinnu við heilsugæslu ætti að standa í samvinnu milli stofnana og deilda.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;</DIV&gt;