Umhverfis- og mannvirkjaráð - 165
- Kl. 08:15 - 12:00
- Fundarherbergi UMSA
- Fundur nr. 165
Nefndarmenn
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttirformaður
- Inga Dís Sigurðardóttir
- Þórhallur Harðarson
- Óskar Ingi Sigurðsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Ólafur Kjartanssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Móahverfi - gatnagerð og lagnir - áfangi 1
Málsnúmer 2023030859Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 27. júní 2024 vegna framkvæmda við Móahverfi á Akureyri.
Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.Viðhald gatna 2024
Málsnúmer 2024061899Lagt fram minnisblað dagsett 11. júní 2024 varðandi opnun tilboða í viðhald á Löngumýri. Eitt tilboð barst.
Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Finn ehf. um viðhald á Löngumýri.
Úrgangsmál - gjaldskrá
Málsnúmer 2022110167Lagt fram minnisblað dagsett 27. júní 2024 varðandi drög að gjaldskrá sorphirðu.
Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða gjaldskrá fyrir sorphirðu og leggur til að atvinnu- og menningardeild þjónustu- og skipulagssviðs verði falið að gera kynningarefni fyrir bæjarbúa.
Úrgangsmál - samningur um söfnun textíls
Málsnúmer 2022110167Lögð fram drög að samningi um söfnun textíls.
Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn.
Slökkvilið - stöðugildi 2024
Málsnúmer 2024070036Lagt fram minnisblað dagsett 1. júlí 2024 varðandi fjölgun stöðugilda í slökkviliðinu um eitt.
Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fjölga stöðugildum hjá slökkviliðinu um eitt.
Fylgiskjöl
Hlíðarfjall - afþreying
Málsnúmer 2023050643Lögð fram drög að samningi og viljayfirlýsingu varðandi salíbunubraut í Hlíðarfjalli.
Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram með tilliti til ábendinga á fundinum.
Skjaldarvík - áform
Málsnúmer 2023020041Lagt fram minnisblað varðandi framtíðaráform vegna Skjaldarvíkur.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fela sviðsstjórna umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram og auglýsa fasteignirnar til leigu og vísar ákvörðuninni um fullnaðarafgreiðslu til bæjarráðs.
Fylgiskjöl
Félagssvæði KA - knattspyrnuvöllur
Málsnúmer 2022110164Lagt fram minnisblað dagsett 29. júní 2024 varðandi stöðuna á framkvæmdum við knattspyrnuvöllinn á félagssvæði KA.
Fylgiskjöl
Leikskóli í Hagahverfi
Málsnúmer 2023010583Lögð fram umsögn og niðurstaða dómnefndar um tillögur í alútboði um hönnun og byggingu á leikskóla í Hagahverfi, Akureyri. Útboðið var sett upp í þremur fösum.
Í fyrsta fasa mat dómnefnd atriði og þætti tilboða sem tilgreindir voru í útboðslýsingu og voru þau tilboð sem uppfylltu grunnatriði útboðslýsingarinnar metin. Í fyrsta fasa hefur dómnefnd hvorki fengið að sjá verð né nöfn bjóðenda. Þær tillögur sem náðu lágmarkseinkunn í fyrsta fasa fara áfram í verðsamanburð í öðrum fasa.
Þar eru opnuð verð þeirra tilboða sem náðu lágmarkseinkunn. Einkunn tilboðanna hefur áhrif á samanburð tilboðanna til lækkunar á samanburðarverði. Það tilboð sem er með lægsta samanburðarverðið er metið sem hagstæðasta tilboðið og kemst þar með í fasa þrjú sem snýr að hæfni bjóðanda.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Húsheild Hyrnu ehf. á grundvelli tilboðs þeirra með fyrirvara um að þeir uppfylli kröfur á bjóðanda í þriðja og síðasta fasa útboðsins og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Fylgiskjöl
Rif fasteigna 2024
Málsnúmer 2024030045Lagt fram minnisblað dagsett 19. júní 2024 varðandi opnun verðfyrirspurna í niðurrif á Naustum 2. Eitt tilboð barst.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar tilboðinu í niðurrif á Naustum 2.
Fjárhagsáætlun UMSA - 2025
Málsnúmer 2024050867Lagðar fram fyrstu tillögur að fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:
Vegna umræðu um fjárhagsáætlun bendi ég á að ég tel að ódýrasta og skilvirkasta lausnin fyrir framtíðaraðstöðu jöfnunar- og skiptistöðvar strætó sé að fylgja upphaflega samþykktu skipulagi og byggja upp aðstöðuna þar í áföngum sem gætu fylgt þörfinni eftir því sem aðstæður þróast.