Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 928
10.08.2023
Hlusta
- Kl. 13:00 - 13:20
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 928
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Hjálmar Árnasonfundarritari
- Hjálmar Andrés Jónssonverkefnastjóri byggingarmála
Munkaþverárstræti 16 - umsókn um byggingaráform, breytta notkun rýma.
Málsnúmer 2023050118Erindi dagsett 11. júlí 2023 þar sem Angantýr Ómar Ásgeirsson sækir um breytta notkun á rýmum húss nr. 16 við Munkaþverárstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ævar Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Týsnes 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023061190Erindi dagsett 21. júní 2023 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd T4 ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir lóð nr. 4 við Týsnes. Innkomnar nýjar teikningar 9. ágúst 2023 eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.