Bæjarráð - 3734
- Kl. 08:15 - 09:07
- Fjarfundur
- Fundur nr. 3734
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Gunnar Gíslason
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlynur Jóhannsson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Tímabundin heimild til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga v. almannavarnaástands
Málsnúmer 2020030426Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur framlengt tímabundna heimild sveitarstjórna til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga um fjarfundi vegna COVID-19. Fyrri heimild gilti til júlíloka 2021. Framlengd heimild gildir til 1. október 2021.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.
Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum að heimilt verði að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar og fastanefnda Akureyrarbæjar og engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir bæjarráð að ritun fundargerða geti farið fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Fundargerð fundar þar sem allir fundarmenn eru í fjarfundi skal deilt með öllum fundarmönnum á skjá í lok fundar og lesin yfir og síðan undirrituð rafrænt. Heimildin gildir til 1. október 2021.Fylgiskjöl
Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir
Málsnúmer 2018110047Lögð fram til kynningar fundargerð 263. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 30. júní 2021.