Velferðarráð - 1322
- Kl. 14:00 - 16:21
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1322
Nefndarmenn
- Heimir Haraldssonformaður
- Róbert Freyr Jónsson
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Hermann Ingi Arason
- Sigrún Elva Briemáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri fjölskyldusviðs
- Helga Guðrún Erlingsdóttirframkvæmdastjóri ÖA
- Karólína Gunnarsdóttirsviðsstjóri búsetusviðs
- Kristbjörg Björnsdóttirfundarritari
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2020
Málsnúmer 2020040595Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar janúar - maí 2020.
Kynningaráætlanir sviða 2020
Málsnúmer 2020010038Lagðar fram kynningaráætlanir búsetusviðs, fjölskyldusviðs og ÖA í samræmi við aðgerðaáætlun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.
Fundaáætlun velferðarráðs
Málsnúmer 2015060008Lögð fram drög að fundaáætlun velferðarráðs haustið 2020.
Velferðarráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Íbúðir Bjargs íbúðafélags sem fjölskyldusvið hefur til úthlutunar
Málsnúmer 2020060811Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi kynnti minnisblað sitt dagsett 22. júní sl. vegna samstarfs Akureyrarbæjar við Bjarg íbúðafélag.
Velferðarráð felur húsnæðisfulltrúa að vinna málið áfram.
Fjárhagserindi 2020
Málsnúmer 2020060770Gyða Björk Ólafsdóttir félagsráðgjafi kynnti áfrýjun vegna fjárhagsaðstoðar.
Fjárhagserindi og afgreiðsla þeirra eru færð í trúnaðarbók velferðarráðs.
Frumvarp til laga um samþættingu velferðarþjónustu í þágu barna
Málsnúmer 2020010164Lögð fram drög að frumvarpi til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og drög að umsögn.
Velferðarráð samþykkir umsögnina.
Fylgiskjöl
Fjölskyldusvið - ársskýrsla 2019
Málsnúmer 2020060823Ársskýrsla fjölskyldusviðs fyrir árið 2019 lögð fram til kynningar.
Fjárhagsaðstoð 2020
Málsnúmer 2020040596Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu fimm mánuði ársins.
Félagsleg liðveisla - breytingar
Málsnúmer 2020060298Í nokkurn tíma hefur staðið til að færa félagslega liðveislu, kostnaðarstöð 1025380, frá búsetusviði til samfélagssviðs þar sem allur stuðningur við tómstundatengda þjónustu er þá á sama stað.
Velferðarráð samþykkir að flytja félagslega liðveislu frá búsetu- til samfélagssviðs og felur sviðsstjóra að vinna að málinu áfram.
Beiðni um viðauka vegna búsetuþjónustu
Málsnúmer 2020050677Lögð er fyrir velferðarráð beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun 102-5660 er nemur kr. 10.805.000. Málið var áður á dagskrá 3. júní sl.
Velferðarráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Búsetusvið - ársskýrsla 2019
Málsnúmer 2020010419Ársskýrsla búsetusviðs fyrir 2019 lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl