Skipulagsráð - 358
- Kl. 08:00 - 10:30
- Fjarfundur
- Fundur nr. 358
Nefndarmenn
- Þórhallur Jónssonformaður
- Sindri S. Kristjánsson
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson
- Ólöf Inga Andrésdóttir
- Arnfríður Kjartansdóttir
- Helgi Sveinbjörn Jóhannssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Pétur Ingi Haraldssonsviðsstjóri skipulagssviðs
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Miðbær - uppfærsla deiliskipulags
Málsnúmer 2017010274Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og er hún lögð fram ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum frá Vegagerðinni, Minjastofnun og hverfisnefnd Oddeyrar. Er tillagan lögð fram með minniháttar breytingum til að koma til móts við efni innkominna athugasemda og umsagna auk þess sem fyrir liggur tillaga að svörum við athugasemdum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með minniháttar breytingum auk þess að samþykkja tillögu að svörum við athugasemdum.
Austursíða 2 - deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2020120326Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Austursíðu 2. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og bárust 9 athugasemdabréf auk umsagna frá Minjastofnun, Norðurorku, Vegagerðinni og Landsneti. Þá liggja nú fyrir viðbrögð umsækjenda dagsett 10. maí við efni athugasemda og umsagna.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að ræða við umsækjendur um framhald málsins.
Hofsbót 2 - auglýsing lóðar
Málsnúmer 2021031834Lögð fram tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðina Hofsbót 2.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að skilmálum með minniháttar lagfæringum. Leggur ráðið til að skilmálarnir verði samþykktir í bæjarráði og sviðsstjóra falið að auglýsa byggingarrétt lóðarinnar Hofsbót 2.
Nonnahagi 7 - umsókn um frest
Málsnúmer 2020100602Erindi dagsett 27. apríl 2021 þar sem Pavel Viking Landa fyrir hönd FES ehf. sækir um frest á framkvæmdum á lóð nr. 7 við Nonnahaga til apríl 2022.
Skipulagsráð samþykkir umbeðinn frest.
Geirþrúðarhagi 5, 103 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna glerskála
Málsnúmer 2021040978Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 19. apríl 2021 þar sem Ragnhildur Þorgeirsdóttir leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu 10-12 fm glerskála við íbúð 103 í húsi nr. 5 við Geirþrúðarhaga.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við byggingu glerskála með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lóðarhluta. Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi, með vísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl
Brekkugata 3B - fyrirspurn vegna reksturs veitingahúss
Málsnúmer 2021041239Erindi dagsett 26. apríl 2021 þar sem Einar Hannesson leggur inn fyrirspurn varðandi mögulegan rekstur veitinga- og/eða skemmtistaðar í húsi nr. 3B við Brekkugötu.
Brekkugata 3B er á miðsvæði samkvæmt aðalskipulagi þar sem heimilt er að vera með rekstur í samræmi við fyrirspurn. Starfsemin gæti þó haft áhrif á nærliggjandi umhverfi og því telur ráðið að áður en leyfi yrði gefið út þyrfti að kynna umsóknina fyrir næstu nágrönnum.
Fylgiskjöl
Huldugil 53 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini
Málsnúmer 2021050122Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 4. maí 2021 þar sem Vaka Arnþórsdóttir sækir um leyfi fyrir bílastæði við hús nr. 53 við Huldugil. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð hafnar umsókninni þar sem innkeyrslan fer yfir fjölfarin göngustíg.
Fylgiskjöl
Safírstræti 2 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna svæðis sunnan reiðhallar
Málsnúmer 2021050193Erindi dagsett 5. maí 2021 þar sem Dagbjartur G. Halldórsson leggur inn fyrirspurn varðandi tímabundna nýtingu svæðis sunnan reiðhallar í Breiðholtshverfi til að mæta öryggiskröfum við móta- og sýningarhald í reiðhöllinni. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Fylgiskjöl
11 kV jarðstrengur RARIK frá Rangárvöllum að Hömrum - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2021050248Lögð fram umsókn Sigurjóns Jóhannessonar dagsett 5. maí 2021, f.h. RARIK ohf, um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 3.700 m 11 kV jarðstrengs frá Rangárvöllum að Hömrum. Verður strengurinn lagður innan framkvæmdasvæðis Hólasandslínu 3. Verður eldri loftlína rifin í kjölfarið.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir jarðstreng með eftirfarandi fyrirvörum:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Einnig þurfa framkvæmdir að vera í fullu samráði við Landsnet.Gatnagerðargjöld 2021
Málsnúmer 2020120094Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs um gatnagerðargjöld og byggingarréttargjöld á stærri þéttbýlissveitarfélögum á Íslandi.
Afgreiðslu frestað milli funda.
Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar - beiðni um umsagnir
Málsnúmer 2021050276Lögð fram til umsagnar drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og einnig drög að umhverfismati áætlunarinnar.
https://landgraedsluaaetlun.land.is/
Þá eru einnig lögð fram til umsagnar drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og drög að umhverfismati hennar.
https://www.skogur.is/is/nyskograekt/landsaaetlun-i-skograekt/landsaaetlun-i-skograekt/drog-ad-landsaaetlun-i-skograekt-2021-2025
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagssviði og umhverfis- og mannvirkjasviði að gera tillögu að umsögn um fyrirliggjandi gögn.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021
Málsnúmer 2020120557Lögð fram til kynningar fundargerð 811. fundar, dagsett 23. apríl 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021
Málsnúmer 2020120557Lögð fram til kynningar fundargerð 812. fundar, dagsett 29. apríl 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.