Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 656
- Kl. 13:00 - 14:35
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 656
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonstaðgengill byggingarfulltrúa
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Höfðahlíð 5 - breyting í tvær eignir
Málsnúmer 2017110272Erindi dagsett 22. nóvember 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Klettabjarga ehf. sækir um að leyfi til að skipta húsinu nr. 5 við Höfðahlíð í tvær eignir, tvíbýlishús, eins og var þegar húsið var byggt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Vættagil 31 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss
Málsnúmer 2017110280Erindi dagsett 22. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Guðlaugs Arasonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum að innan í húsi nr. 31 við Vættagil. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Gleráreyrar 1, 2. hæð, rými 61, 62 og 64 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2017030179Erindi dagsett 27. nóvember 2017 þar sem Gunnar Bogi Borgarsson fyrir hönd Ef1 ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningu af rýmum 61 og 64 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnar Boga Borgarsson. Innkomnar nýjar teikningar 30. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Lækjargata 3 - umsókn um að breyta bílageymslu í gestaíbúð
Málsnúmer 2017100126Erindi dagsett 9. október 2017 þar sem Knútur Bruun fyrir hönd Gesthofs ehf. sækir um að breyta skráningu á bílgeymslu í gestaíbúð til einkanota. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Halldór Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 28. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Bakkahlíð 18 - umsókn um úrtak á kantsteini
Málsnúmer 2017110356Erindi dagsett 26. nóvember 2017 þar sem Jónas Þór Sveinsson sækir um stækkun á úrtöku úr kantsteini við hús nr. 18 við Bakkahlíð. Meðfylgjandi er teikning.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir 2 metra breikkun bílastæðis til austurs en úrtak úr kantsteini verði lagfært þannig að hámarks lengd þess verði 7 metrar, með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein.
Glerárgata 32 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum
Málsnúmer 2016070123Erindi dagsett 22. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Reykja fasteignafélags ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi í húsi nr. 32 við Glerárgötu. Nýtt skipulag 2. hæðar og breyting gerð á snyrtingum/ræstiherbergjum á efri hæðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 30. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið. Bent er á að gera þarf yfirlýsingu um breytingu á fyrirliggjandi eignaskiptayfirlýsingu fyrir matshluta 05 á lóðinni vegna breyttra hlutfallstalna í lóð.
Sjávargata 4, mhl. 08 og 12 - umsókn um byggingarleyfi, tæknirými á þaki og síló
Málsnúmer 2017110205Erindi dagsett 17. nóvember 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Bústólpa ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir stækkunum á tæknirýmum á þaki á húsi nr. 4 við Sjávargötu, matshluta 08 ásamt byggingu sílóa, matshluta 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomnar nýjar teikningar 29. nóvember 2017.
Stangengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Drottningarbraut - umsókn um byggingarleyfi fyrir göngu- og hjólabrú
Málsnúmer 2017100314Erindi dagsett 19. október 2017 þar sem Arnar Birgir Ólafsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um byggingarleyfi fyrir göngu- og hjólabrú við Drottningarbraut. Brúin verður hluti af fjörustígnum sem fyrir er. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 21. nóvember 2017.
Stangengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.
Glerárgata 32 - sameining fasteignanúmera
Málsnúmer 2017110393Erindi dagsett 27. nóvember 2017 þar sem Þorsteinn Hlynur Jónsson fyrir hönd Reykja fasteignafélags ehf. sækir um sameiningu þriggja fastanúmera í eitt. Meðfylgjandi er undirritað samþykki eiganda.
Stangengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið. Bent er á að aflýsa þarf gildandi eignaskiptasamningi hjá sýslumanni.