Stjórnsýslunefnd - 5
- Kl. 16:30 - 18:30
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 5
Nefndarmenn
- Tryggvi Þór Gunnarssonformaður
- Hlín Bolladóttir
- Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
- Ólafur Jónsson
- Petrea Ósk Sigurðardóttir
- Gunnar Frímannssonfundarritari
Samráðsfundur með hverfisnefndum
Málsnúmer 2004050050Til fundar með stjórnsýslunefnd voru boðaðir fulltrúar hverfisnefnda til að ræða málefni þeirra. Á fundinn komu Hrafnhildur E. Karlsdóttir og Bjarni Sigurðsson úr Naustahverfi, Brynja Sigurðardóttir og Berglind Rafnsdóttir úr Holta- og Hlíðahverfi og Guðjón Ingvi Guðmundsson, Elvar Smári Sævarsson, Þorberg Þ. Þorbergsson og Svala Ýrr Björnsdóttir úr Lunda- og Gerðahverfi. \nÍ upphafi fundar kynnti Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri afmælisárs áform um hátíðarhöld á 150 ára afmæli Akureyrar 2012 og óskaði eftir samstarfi við hverfisnefndir um þau. \nRætt var um samskipti og samskiptaleiðir milli hverfisnefnda og bæjarins. Af hálfu hverfisnefnda var sérstaklega látin í ljós óánægja með svör framkvæmdadeildar við erindum en að sama skapi þóttu samskipti við skipulagsdeild til fyrirmyndar.
<DIV>Stjórnsýslunefnd þakkar fulltrúum hverfisnefndanna komuna á fundinn og gagnleg skoðanaskipti. </DIV>