Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 596
- Kl. 13:00 - 14:45
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 596
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonskipulagsstjóri
- Leifur Þorsteinsson
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Hrafnagilsstræti 14 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016080012Erindi dagsett 4. ágúst 2016 þar sem Logi Már Einarsson fyrir hönd Harðar Geirssonar sækir um leyfi til að reka nuddstofu á 1. hæð í húsi nr. 14 við Hrafnagilsstræti. Meðfylgjandi er teikning dagsett 28. júlí 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið tímabundið til fimm ára.
Holtaland 2 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016080013Erindi dagsett 4. ágúst 2016 þar sem Logi Már Einarsson fyrir hönd SS Byggis ehf.,
kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 2 við Holtaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Holtaland 4 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016080014Erindi dagsett 4. ágúst 2016 þar sem Logi Már Einarsson fyrir hönd SS Byggis ehf.
kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 4 við Holtaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Háhlíð 6-8 - umsókn um bílastæði
Málsnúmer 2016070133Erindi dagsett 28. júlí 2016 þar sem Ragnar Níelsson fyrir hönd íbúa í Háhlíð 6-8 sækir um leyfi fyrir bílastæðum á lóðum 6 og 8 við Háhlíð. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.
Tungusíða 16 - umsókn um bílastæði
Málsnúmer 2016070135Erindi dagsett 26. júlí 2016 þar sem Þorgils Sævarsson sækir um bráðabirgðastæði/kerrustæði sem eingöngu verður notað á sumrin undir formbíla við hús sitt nr. 16 við Tungusíðu. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri getur ekki fallist á erindið þar sem þörf á bílastæði er ekki augljós.
Ásabyggð 18 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016080004Erindi dagsett 3. ágúst 2016 þar sem Sigurður Áki Eðvaldsson og Lísbet Gröndvaldt Björnsdóttir eru með fyrirspurn varðandi breytingar á hús nr. 18 við Ásabyggð. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið og bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi með uppfærðum aðaluppdráttum.
Hamarstígur 16 - umsókn um garðhús
Málsnúmer 2016080017Erindi dagsett 5. ágúst 2016 þar sem Guðmundur Jón Axelsson sækir um garðhús á lóð nr. 16 við Hamarstíg. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og mynd.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið enda verði veggur hússins sem snýr að íbúðarhúsi EI60.
Þórunnarstræti 126 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016080016Erindi dagsett 5. ágúst 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. GB bygg ehf.,
kt. 491208-0900, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 126 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi eru fyrirspurnarteikningar.Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið. Form hússins er aðlagað að nokkrum húsum i götunni, en útlit hússins er vel leyst. Bent skal á að huga þarf betur að aðgengismálum fatlaðra og fleiri atriðum.
Kristjánshagi 2 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016070122Erindi dagsett 27. júlí 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Einnig er sótt um leyfi til jarðvegsskipti.
Skipulagsstjóri samþykkir jarðvegsskipti innan byggingarreits á grundvelli deiliskipulags en vísar málinu að öðru leiti til skipulagsnefndar vegna breytinga á deiliskipulagi.
Skútagil 3 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2016080019Erindi dagsett 5. ágúst 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Sveinmars Rafns Stefánssonar leggur inn fyrirspurn um breytingar á húsi nr. 3 við Skútagil. Meðfylgjandi eru teikningar og samþykki nágranna.
Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið og bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir breytingunni.
Ásatún 40 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2015030141Erindi dagsett 28. júlí 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Ásatúns ehf.,
kt. 410914-1660, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Ásatún 40. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Tryggvabraut 12 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2016010197Erindi dagsett 3. ágúst 2016 þar sem Logi Már Einarsson fyrir hönd Hölds ehf.,
kt. 651175-0239, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Tryggvabraut 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Brattahlíð 2 - umsókn um stækkun á bílastæði
Málsnúmer 2016070125Erindi dagsett 27. júlí 2016 þar sem Hjalti Páll Þórarinsson sækir um stækkun á bílastæði og færslu á ljósastaur við Bröttuhlíð 2. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri samþykkir umbeðna stækkun á bílastæði. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.