Stjórn Akureyrarstofu - 259
- Kl. 14:00 - 17:10
- Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
- Fundur nr. 259
Nefndarmenn
- Hilda Jana Gísladóttirformaður
- Anna Fanney Stefánsdóttir
- Sverre Andreas Jakobsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Finnur Sigurðsson
- Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Frumkvöðlasetur á Akureyri
Málsnúmer 2015110232Sigurður Steingrímsson verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Akureyri mætti á fundinn og gerði grein fyrir starfsemi Verksmiðjunnar, frumkvöðlaseturs.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sigurði fyrir komuna á fundinn og fyrir veittar upplýsingar um starfsemi Verksmiðjunnar.
Viðburðasjóður Hofs og Samkomuhússins
Málsnúmer 2018080024Lögð fram til kynningar drög að vinnureglum og samkomulagi fyrir listasjóð Akureyrarbæjar.
Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra Akureyrarstofu að gera breytingar á skjölum út frá umræðu á fundinum.
Skylduskil Amtsbókasafnsins
Málsnúmer 2018090051Lagt fram minnisblað amtsbókavarðar vegna skylduskila safnsins. Samkvæmt lögum nr. 20/2002 er Amtsbókasafnið annað af tveimur söfnum sem skilgreind eru sem móttökusöfn fyrir allt prentað efni sem gefið er út á landinu.
Stjórn Akureyrarstofu telur óásættanlegt að Akureyrarbær eitt sveitarfélaga beri kostnað af lögum um skylduskil og felur formanni stjórnar og starfsmönnum að hefja viðræður við ríkið um fjárveitingar vegna starfseminnar.
Aðgengi íbúa Hörgársveitar að Amtsbókasafninu
Málsnúmer 2018090052Erindi dagsett 28. ágúst, frá Snorra Finnlaugssyni sveitarstjóra Hörgársveitar, þar sem óskað er eftir samningi við Akureyrarbæ varðandi hagkvæmari möguleika á aðgengi íbúa Hörgársveitar að Amtsbókasafninu.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.
Yfirlit yfir samninga Akureyrarstofu
Málsnúmer 2018090054Lagt fram til kynningar yfirlit yfir samninga Akureyrarstofu.
Beiðni um flutning á útilistaverkinu Harpa bænarinnar
Málsnúmer 2018090065Erindi dagsett 31.05 2018 frá Brynju Ragnarsdóttur f.h. aðstandenda Guðmundar Jörundssonar og Mörtu Sveinsdóttur sem gáfu Akureyrarbæ listaverkið Harpa bænarinnar árið 1974. Í erindinu er óskað eftir að bæjaryfirvöld láti færa verkið af Hamarkotstúni þar sem það er nú og á sýnilegri stað í bænum.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir erindið og frestar afgreiðslu þess. Jafnframt óskar stjórn Akureyrarstofu eftir að umhverfis- og mannvirkjasvið vinni forgangslista yfir viðhald og framkvæmdir við útilistaverk í samvinnu við safnstjóra Listasafnsins á Akureyri.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2019
Málsnúmer 2018080874Áframhaldandi vinna við starfs- og fjárhagsáætlun.