Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram tillaga Huldu Elmu Eysteinsdóttur L-lista um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði. Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir verði varamaður í stað Önnu Fanneyjar Stefánsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Lögð fram tillaga um að næsti bæjarstjórnarfundur 29. október verði haldinn í Hrísey í tilefni af 20 ára sameiningarafmæli Akureyrar og Hríseyjar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2024:
Lögð fram umsókn Landsnets hf. um lóðina Rangárvelli 6. Lóðin er 4.049 fm að stærð og er nýtingarhlutfall lóðar 0.5.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Rangárvöllum 6 verði úthlutað til Landsnets án auglýsingar með vísun í heimild í gr. 2.3 í reglum um úthlutun lóða. Með vísun í fordæmi við úthlutun lóðarinnar Hlíðarvellir 3 er lagt til að gatnagerðargjald verði 15% sbr. heimild 1. mgr. 5.2. gr. í gjaldskrá gatnargerðar- og byggingarréttargjalds í Akureyrarbæ.
Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að lóðinni Rangárvöllum 6 verði úthlutað til Landsnets án auglýsingar með vísun í heimild í gr. 2.3 í reglum bæjarins um úthlutun lóða. Þá samþykkir bæjarstjórn jafnframt að gatnagerðargjald verði 15% sbr. heimild í 1. mgr. 5.2. gr. í gjaldskrá gatnargerðar- og byggingarréttargjalds í Akureyrarbæ.
Umræða um stöðu atvinnumála í Grímsey.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Til máls tóku Jón Hjaltason og Halla Björk Reynisdóttir.
Grímsey er einstök eyja við heimskautsbaug þar sem hefur verið byggð frá landnámi og mikilvægt að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að styðja við byggðarlagið.
Eins og staðan er nú er nær ómögulegt að halda uppi landvinnslu í eyjunni vegna landfræðilegrar stöðu. Á síðasta ári var ferjan í slipp í 12 vikur. Augljóst er að erfitt er því að treysta á ferjusiglingar með hráefni til og frá eyjunni.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar skorar því á ríkisvaldið að framlengja undanþágu á vinnsluskyldu á sértækum byggðakvóta þannig að byggð megi haldast áfram í Grímsey.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.