Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 16:35
  • Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3547

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirforseti bæjarstjórnar
    • Heimir Örn Árnason
    • Hlynur Jóhannsson
    • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
    • Jón Hjaltason
    • Gunnar Már Gunnarsson
    • Andri Teitsson
    • Hilda Jana Gísladóttir
    • Hulda Elma Eysteinsdóttir
    • Lára Halldóra Eiríksdóttir
    • Sunna Hlín Jóhannesdóttir

Starfsmenn

    • Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
    • Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
Þórhallur Jónsson D-lista sat fundinn í forföllum Heimis Arnar Árnasonar. Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir L-lista sat fundinn í forföllum Huldu Elmu Eysteinsdóttur.
  • Kosning forseta, varaforseta og skrifara bæjarstjórnar

    Málsnúmer 2022030877

    a. Kosning forseta bæjarstjórnar.



    b. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.



    c. Kosning tveggja skrifara bæjarstjórnar og tveggja til vara.

    a) Við kosningu forseta bæjarstjórnar hlaut Halla Björk Reynisdóttir 11 atkvæði.

    Lýsti forseti Höllu Björk Reynisdóttur réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.



    b) Við kosningu 1. varaforseta hlaut Heimir Örn Árnason 9 atkvæði. Sunna Hlín Jóhannesdóttir hlaut tvö atkvæði.

    Lýsti forseti Heimi Örn Árnason réttkjörinn 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.



    Við kosningu 2. varaforseta hlaut Sunna Hlín Jóhannesdóttir 10 atkvæði. Heimir Örn Árnason fékk 1 atkvæði.

    Lýsti forseti Sunnu Hlín Jóhannesdóttur réttkjörinn 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.



    c) Fram kom tillaga með nöfnum tveggja skrifara og tveggja til vara.



    Skrifarar:

    Hlynur Jóhannsson

    Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir



    Og til vara:

    Lára Halldóra Eiríksdóttir

    Gunnar Már Gunnarsson



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

  • Kosning bæjarráðs til eins árs

    Málsnúmer 2022030877

    Kosning bæjarráðs til eins árs.

    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:



    Heimir Örn Árnason, formaður

    Hulda Elma Eysteinsdóttir, varaformaður

    Hlynur Jóhannsson

    Sunna Hlín Jóhannesdóttir

    Hilda Jana Gísladóttir

    Jón Hjaltason, áheyrnarfulltrúi

    Ásrún Ýr Gestsdóttir, áheyrnarfulltrúi til og með 5. júlí nk. og á tímabilinu 1. september 2024 - 28. febrúar 2025. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi á tímabilinu 6. júlí - 31. ágúst 2024 og frá 1. mars 2025.



    Og varamanna:



    Halla Björk Reynisdóttir

    Lára Halldóra Eiríksdóttir

    Inga Dís Sigurðardóttir

    Gunnar Már Gunnarsson

    Sindri Kristjánsson

    Halla Birgisdóttir Ottesen, varaáheyrnarfulltrúi

    Sif Jóhannesar Ástudóttir, varaáheyrnarfulltrúi til og með 5. júlí nk. Ásrún Ýr Gestsdóttir varaáheyrnarfulltrúi á tímabilinu 6. júlí - 31. ágúst 2024 og frá 1. mars 2025. Á tímabilinu 1. september 2024 - 28. febrúar 2025 verði Hermann Ingi Arason varaáheyrnarfulltrúi.



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

  • Gleráreyrar 6-8 - umsókn um skipulag

    Málsnúmer 2024040964

    Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. maí 2024:

    Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar til samræmis við bókun skipulagsráðs 24. apríl 2024. Í breytingunni felst að svæði sem afmarkast af Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg breytist í miðsvæði með heimild fyrir 100-150 íbúðir.

    Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Þórhallur Jónsson kynnti.

    Bæjarstjórn samþykkir framlagða skipulagslýsingu með 11 samhljóða atkvæðum og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fylgiskjöl
  • Strandgata 11B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2022100324

    Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. maí 2024:

    Á 420. fundi skipulagsráðs þann 27. mars 2024 heimilaði skipulagsráð umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á skipulagi fyrir Strandgötu 11B.

    Drög að uppdrætti liggja nú fyrir.

    Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt og auglýst skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

    Þórhallur Jónsson kynnti.

    Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á skipulagi fyrir Strandgötu 11B með 11 samhljóða atkvæðum og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fylgiskjöl
  • Samningur um þjónustu við fatlað fólk í Eyjafirði

    Málsnúmer 2023090320

    Liður 5 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 21. maí 2024:

    Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. maí 2024:

    Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.

    Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa samningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga.

    Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.

    Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 11 samhljóða atkvæðum og felur lögfræðingi velferðarsviðs að senda samninginn til staðfestingar ráðherra.

  • Reglur um leikskólaþjónustu

    Málsnúmer 2024050358

    Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 23. maí 2024:

    Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 13. maí 2024:

    Endurskoðaðar hafa verið reglur um leikskólaþjónustu meðal annars m.t.t. nýrrar gjaldskrár og skráningardaga. Endurskoðaðar reglur voru lagðar fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð til samþykktar.

    Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

    Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til samþykktar í bæjarráði.

    Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu og vísar reglunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

    Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.

    Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs

    Málsnúmer 2024051857

    Lögð fram tillaga að sameiginlegri yfirlýsingu bæjarstjórnar vegna stríðsátaka og ofbeldis gegn almennum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs.

    Gunnar Már Gunnarsson var málshefjandi.

    Til máls tóku Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir og Jón Hjaltason.

    Bæjarstjórn samþykkir svofellda ályktun með 10 atkvæðum:

    Bæjarstjórn Akureyrarbæjar fordæmir árásir gegn almennum borgurum á Gaza og önnur ofbeldisverk fyrir botni Miðjarðarhafs sem brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum, með tilheyrandi þjáningu og eyðileggingu borgaralegra innviða. Bæjarstjórn tekur undir með ályktun utanríkismálanefndar Alþingis, að kalla eigi eftir tafarlausu vopnahléi á átökum á svæðinu af mannúðarástæðum, kalla eftir mannúðlegri meðferð á og tafarlausri lausn gísla, aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka og að neyðarvistum og læknisaðstoð verði komið til almennings tafarlaust. Þá telur bæjarstjórn mikilvægt að sveitarfélög og ríkisstofnanir gangi fram með góðu fordæmi, m.a. þegar kemur að kaupum á vörum og þjónustu. Sjálfsagt sé að gera þá kröfu til fyrirtækja sem Akureyrarbær á í viðskiptum við að þau virði alþjóðalög í hvívetna.



    Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá.

  • Skýrsla bæjarstjóra

    Málsnúmer 2023010626

    Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.