Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 17:06
  • Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3558

Nefndarmenn

    • Heimir Örn Árnason1. varaforseti
    • Halla Björk Reynisdóttir
    • Hlynur Jóhannsson
    • Jón Hjaltason
    • Ásrún Ýr Gestsdóttir
    • Gunnar Már Gunnarsson
    • Andri Teitsson
    • Hilda Jana Gísladóttir
    • Hulda Elma Eysteinsdóttir
    • Lára Halldóra Eiríksdóttir
    • Sunna Hlín Jóhannesdóttir

Starfsmenn

    • Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
    • Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
Inga Dís Sigurðardóttir M-lista sat fundinn í forföllum Hlyns Jóhannssonar. Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir L-lista sat fundinn í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.
  • Hofsbót 1-3 - auglýsing lóðar

    Málsnúmer 2023030521

    Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. febrúar 2025:

    Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. janúar 2025:

    Lögð fram endurskoðuð tillaga að útboðsskilmálum fyrir lóðirnar Hofsbót 1-3.

    Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð lóðanna til bæjarráðs og ákvörðun um hlutfall gatnagerðargjalds til bæjarstjórnar.

    Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Dan J. Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

    Bæjarráð samþykkir að lóðirnar Hofsbót 1-3 verði boðnar út í samræmi við framlagða útboðsskilmála með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Tillögu skipulagsráðs um hlutfall gatnagerðargjalds er vísað til bæjarstjórnar.

    Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

    Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Jón Hjaltason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Heimir Örn Árnason.

    Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum með vísan í 1. mgr. gr. 5.2 í gjaldskrá gatnagerðar- og byggingarréttargjalda í Akureyrarbæ að gatnagerðargjald lóðarinnar verði 15% af byggingarkostnaði fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis fyrir byggingarmagn ofanjarðar og að gatnagerðargjald fyrir byggingarmagn í kjallara verði 25% af því gjaldi með vísan til g. liðar ákvæðis 5.1. í gjaldskránni.



    Gunnar Már Gunnarsson B-lista situr hjá.

    Fylgiskjöl
  • Stofnstígur frá Sjafnargötu að Glerá - breyting á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2025020252

    Liður 3 úr fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. febrúar 2025:

    Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fjögurra deiliskipulagsáætlana sem ná til svæðis meðfram Skarðshlíð frá Glerá að Hlíðarbraut. Í öllum tilvikum er verið að gera breytingar sem fela í sér að gert er ráð fyrir stofnstíg gangandi og hjólandi norðan megin götunnar frá Glerá að Hlíðarbraut.

    Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagðar tillögur að breytingu á deiliskipulagi og að þær verði auglýstar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar að bóka eftirfarandi:

    Út frá sjónarmiðum öryggis og greiðfærni tel ég að mun betri kostur væri að leggja hjólreiðastíg samhliða Hörgárbraut frá hringtorgi við Norðurtorg/Byko að brú yfir Glerá.

    Andri Teitsson kynnti.

    Til máls tóku Ásrún Ýr Gestsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum framlagða tillögur að breytingum á deiliskipulagi og að þær verði auglýstar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



    Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista situr hjá.

    Fylgiskjöl
  • Háskólasvæði - umsókn um skipulag

    Málsnúmer 2024101385

    Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. febrúar 2025:

    Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Háskólans vegna uppbyggingar á stúdentagörðum eftir samráð við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar. Er tillagan lögð fram með minniháttar breytingum á afmörkun lóða og útfærslu göngustíga til að koma til móts við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs.

    Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með tilgreindum breytingum eftir auglýsingu.

    Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

    Jón Hjaltason tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með tilgreindum breytingum eftir auglýsingu með 11 samhljóða atkvæðum.

    Fylgiskjöl
  • Byggðakvóti - Grímsey

    Málsnúmer 2025011335

    Lögð fram tillaga aflamarksnefndar að úthlutun aflamarks Byggðastofnunar í Grímsey. Óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar.

    Heimir Örn Árnason kynnti.

    Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögur Byggðastofnunar.

  • Ferðakostnaður vegna íþrótta og tómstunda

    Málsnúmer 2025020620

    Umræða um ferðakostnað barna og unglinga á landsbyggðinni vegna þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi.

    Heimir Örn Árnason var málshefjandi.

    Til máls tóku Hulda Elma Eysteinsdóttir, Ásrún Ýr Gestsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Inga Dís Sigurðardóttir.

    Bæjarstjórn Akureyrar lýsir þungum áhyggjum af ferðakostnaði barna og unglinga á landsbyggðinni tengt íþróttum og tómstundum. Kostnaðurinn hefur aukist mikið á síðastliðnum árum en ferðasjóður ÍSÍ hefur lækkað á sama tíma. Bæjarstjórn felur fræðslu- og lýðheilsuráði að kortleggja stöðuna betur með tilliti til barna og unglinga sem búa í Akureyrarbæ. Jafnframt hefur bæjarráð óskað eftir fundi með mennta- og barnamálaráðherra vegna málsins.

  • Skýrsla bæjarstjóra

    Málsnúmer 2023010626

    Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.