Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram tillaga B-lista um breytingar á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði:
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir verði aðalfulltrúi í stað Ingibjargar Ólafar Isaksen. Ingibjörg Ólöf Isaksen verði varafulltrúi í stað Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Lögð fram tillaga að breytingu skipan aðal- og varafulltrúa á aðalfundum Eyþings:
Heimir Haraldsson verði aðalfulltrúi í stað Dagbjartar Elínar Pálsdóttur. Unnar Jónsson verði varafulltrúi í stað Heimis Haraldssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Lögð fram tillaga að breytingu á skipan varafulltrúa á landsþingum Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Heimir Haraldsson verði varafulltrúi í stað Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Lögð fram tillaga að breytingu á skipan fulltrúa í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar:
Hilda Jana Gísladóttir verði aðalfulltrúi í stað Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. ágúst 2019:
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkað er svæði fyrir efnistöku við Glerárósa. Er tillagan unnin til samræmis við erindi Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, um allt að 49.900 rúmmetra efnistöku af hafsbotni við Glerárós, framkvæmd sem er tilkynningarskyld skv. lið 2.04 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000. Fyrir liggur umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands dagsett 10. júlí 2019 þar sem fram kemur að ekki er talið að framkvæmdin hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Óskað var umsagnar Umhverfisstofnunar og Fiskistofu í byrjun júlí en þær umsagnir hafa enn ekki borist.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem hún hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér eða sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 29. ágúst 2019:
Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 21. ágúst 2019:
Tekin fyrir að nýju tillaga að stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni, sbr. 1. lið fundar nr. 1304.
Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu með breytingatillögu velferðarráðs og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar stefnunni til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Heimir Haraldsson kynnti stefnuna.
Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Haraldsson og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni með 11 samhljóða atkvæðum.
Starfsáætlun og stefnuumræða bæjarráðs.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður ráðsins kynnti áætlunina.
Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Verkefnið Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar 2014-2017 og er sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Meginmarkmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins. Verkefnið er ætlað viðkomandi byggðarlögum til að nýta sóknarfæri, einkum þau sem byggja á sérstöðu þeirra.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti stöðu verkefnanna í Grímsey og Hrísey.
Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun með 11 samhljóða atkvæðum:
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar tekur undir með íbúum í Grímsey og óskar eindregið eftir því við Byggðastofnun að verkefnið Brothættar byggðir verði framlengt.
Lögð fram áætlun um fundi bæjarstjórnar árið 2020.
Bæjarstjórn samþykkir fundaáætlunina með 11 samhljóða atkvæðum.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.