Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. janúar 2025:
Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 23. október 2024:
Lagðar voru fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð tillögur að skýrara orðalagi í reglum um leikskólaþjónustu.
Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir endurskoðaðar reglur.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu með 10 atkvæðum.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.
Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. janúar 2025:
Lagðar fram til samþykktar breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. janúar 2025:
Lögð fram að nýju að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem nær til svæðis sem afmarkast af götunum Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins breytist í miðsvæði þar sem auk uppbyggingar verslunar- og þjónustu verði heimilt að byggja allt að 250 íbúðir. Þá er einnig gert ráð fyrir jöfnunarstöð strætó á svæði milli Borgarbrautar og Glerár á um 0,2 ha svæði og lega stofnstíga breytist. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust á kynningartíma vinnslutillögu.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Andri Teitsson kynnti.
Til máls tóku Ásrún Ýr Gestsdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu með átta atkvæðum og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá og óska bókað:
Erum samþykk þeim breytingum sem koma fram í þessari aðalskipulagsbreytingu en sitjum hjá vegna ótímabærrar ákvörðunar um staðsetningu jöfnunarstöðvar Strætisvagna Akureyrar á bakka Glerár.
Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. janúar 2025:
Lagt fram að nýju erindi dagsett 5. desember 2024 þar sem að Lilja Filippusdóttir f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Glerár, frá stíflu til sjávar. Breytingin felur í sér að skilgreind er ný jöfnunarstoppistöð norðan Glerártorgs ásamt ýmsum breytingum á stígum, stofnstígum, göngum, brúm o.fl.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð telur ekki tímabært að undirgöng undir Hörgárbraut séu tekin út af skipulagsuppdrættinum og leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga, með smávægilegum breytingum, verði samþykkt og hún auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Andri Teitsson kynnti.
Til máls tóku Jón Hjaltason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Andri Teitsson.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu með átta atkvæðum og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista bóka:
Við teljum okkur ekki geta samþykkt deiliskipulagsbreytingar sem gera ráð fyrir jöfnunarstoppistöð Strætisvagna Akureyrar á bakka Glerárinnar á þessum tímapunkti. Það sem upp á vantar, að okkar mati, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun, er m.a. að fram fari umferðaöryggismat, að unnin sé kostnaðaráætlun fyrir uppbyggingu á þessum stað og að öruggt sé að jöfnunarstoppistöð og allt sem henni fylgir rúmist með góðu móti á þessu svæði, án kostnaðarsamra aðgerða. Þá eru fleiri staðsetningar sem koma til greina, miðsvæðis í bænum, og því hefðum við viljað frekari umræðu og samanburð á ólíkum kostum.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:
Ég hefði talið heppilegri kost að umrædd jöfnunarstoppistöð hefði verið staðsett norðan ráðhúss, líkt og gert er í gildandi skipulagi, ekki síst í ljósi umferðarflæðis- og öryggis, sem og vegna framtíðar stækkunarmöguleika. Hins vegar er mikilvægt að loks sjái fyrir endann á því að flytja miðbæjarstoppistöð frá núverandi staðsetningu þannig að hægt verði að leggja áherslu á uppbyggingu í miðbænum. Þá er ákaflega ánægjulegt að við umrædda jöfnunarstoppistöð verði einnig aðstaða fyrir landsbyggðastrætó og hann hverfi frá núverandi staðsetningu sem hefur verið óheppileg. Þá er einnig ánægjulegt að þar sé gert ráð fyrir almenningssalernum.
Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs 15. janúar 2025:
Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar svæði norðaustan Krossanesbrautar lauk þann 19. desember 2024. Í breytingunni felst að á lóðum við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili og aðra þjónustu við eldri borgara, auk íbúða. Að heimilt verði að þróa svæðið í samhengi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna. Hvorki bárust umsagnir né athugasemdir á auglýsingatímanum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Heimir Örn Árnason og Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarstjórn skorar á nýja ríkisstjórn að hefjast handa sem fyrst við byggingu hjúkrunarheimilis en nú eru tvær full skipulagðar lóðir tilbúnar fyrir starfsemina. Skrifað var undir samning 2019 um byggingu 80 hjúkrunarrýma og lítið sem ekkert gerst síðan þá.
Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. janúar 2025:
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Þursaholt 2-12. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum en þrjár umsagnir bárust frá umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar, Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður fyrir lóðina Þursaholt 2-12 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með minni háttar breytingum til að koma til móts við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs um útfærslu bílastæða.
Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður fyrir lóðina Þursaholt 2-12 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með minniháttar breytingum til að koma til móts við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs um útfærslu bílastæða.
Rætt um stöðu Reykjavíkurflugvallar.
Málshefjandi er Gunnar Már Gunnarsson.
Til máls tóku Heimir Örn Árnason, Ásrún Ýr Gestsdóttir og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar skorar á bæði Reykjavíkurborg og Samgöngustofu, sem og ráðuneyti samgangna, að tryggja öryggi og rekstur Reykjavíkurflugvallar. Sú óvissa sem er uppi vegna fyrirhugaðrar lokunar á annarri tveggja flugbrauta er ólíðandi. Því ættu málsaðilar ekki að bíða boðanna heldur leiða öll ágreiningsefni skjótt til lykta, svo sem eðli málsins og alvarleiki býður.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórna