Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 20. febrúar 2025:
Lagður fram viðauki 1.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 og vísar honum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 með 11 samhljóða atkvæðum.
Viðaukinn er vegna kjarasamninga sem gerðir hafa verið undanfarna mánuði, m.a. við aðildarfélög BHM og KÍ, samtals 555 m.kr. 489 m.kr. eru millifærðar úr launapottum sem settir voru í áætlun til að mæta ógerðum kjarasamningum. Útgjaldaaukning vegna kjarasamninganna eru samtals 66 m.kr. Samhliða viðaukanum er gerð leiðrétting á launaáætlun málaflokks fatlaðra, samtals 25 m.kr. Útgjaldaaukning vegna viðaukans er 91 m.kr. og er mætt með lækkun á handbæru fé.
Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. febrúar 2025:
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felur í sér stækkun á íþróttasvæði Hlíðarfjalls merkt ÍÞ10 til samræmis við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði.
Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fram lagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar sem felur í sér stækkun á íþróttasvæði Hlíðarfjalls. Bæjarstjórn tekur undir að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði.
Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. febrúar 2025:
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á gróðurskipulagi ásamt innkominni athugasemd frá íbúum við Jaðarsíðu og umsögn frá Minjastofnun. Er tillagan lögð fram með breytingum til að koma á móts við innkomnar athugasemdir íbúa og umsögn Minjastofnunar.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis verði samþykkt með breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir íbúa og umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúa er falið að undirbúa svör við athugasemdum áður en málið fer í bæjarstjórn.
Andri Ieitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis með breytingum sem hafa verið gerðar til að koma til móts við innkomnar athugasemdir og umsögn. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum.
Rætt um framtíðarsýn og stefnumótun í bílastæðamálum miðbæjar Akureyrar.
Málshefjandi er Gunnar Már Gunnarsson B-lista sem ásamt Sunnu Hlín Jóhannesdóttur B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi mikillar uppbyggingar í miðbæ Akureyrar er nauðsynlegt að endurskoða og móta skýra stefnu í bílastæðamálum. Skipulag miðbæjarins og aðgengi að bílastæðum hefur veruleg áhrif á þjónustu og verslun, samgöngur og uppbyggingu ferðaþjónustu. Nauðsynlegt er að tryggja að framtíðarlausnir taki mið af þörfum íbúa, fyrirtækja og gesta, á sama tíma og horft er til breyttra ferðavenja. Við leggjum til að skipulagsráð fari í heildstæða greiningu og stefnumótun fyrir bílastæðamál í miðbæ Akureyrar. Jafnframt að sú vinna fari fram í samráði við hlutaðeigandi aðila.
Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Hjaltason, Halla Björk Reynisdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir.
Tillaga Gunnars Más Gunnarssonar og Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur er borin upp til atkvæða. Gunnar Már Gunnarsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Ásrún Ýr Gestsdóttir og Jón Hjaltason greiða atkvæði með tillögunni. Halla Björk Reynisdóttir, Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannsson, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Andri Teitsson greiða atkvæði gegn tillögunni. Hilda Jana Gísladóttir situr hjá. Tillagan er felld.
Fulltrúar L-lista, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks óska bókað:
Stefna fyrir bílastæðamál í miðbæ Akureyrar liggur fyrir og kemur fram í núgildandi deiliskipulagi. En uppfært deiliskipulag sem unnið var af fulltrúum allra flokka tók gildi um mitt ár 2021. Að auki liggur fyrir stefna skipulagsráðs um gjaldtöku á bílastæðum í miðbænum.