Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. maí 2020:
Lagður fram viðauki 4.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Um er að ræða 75 milljóna króna hækkun á fjárfestingaáætlun og 30,9 milljóna króna útgjaldaaukningu í rekstri.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. maí 2002:
Lagður fram viðauki 5.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 5 að fjárhæð 47,3 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. maí 2020:
Lagður fram lánssamningur frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til Akureyrarbæjar að fjárhæð kr. 500 milljónir til fjármögnunar á fjárfestingum skv. framkvæmdaáætlun 2020.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir lántökuna fyrir sitt leyti með fimm samhljóða atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni samningsins.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 500.000.000 kr. til 14 ára, með jöfnum 27 afborgunum ásamt vöxtum og verðbótum, í fyrsta skipti 5. apríl 2021 og lokagjalddaga 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánssamningi sem liggja fyrir á fundinum og bæjarstjórn hefur kynnt sér. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á fjárfestingum skv. framkvæmdaáætlun 2020, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er bæjarstjóra, Ásthildi Sturludóttur, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Skipun níu aðalfulltrúa og níu varafulltrúa Akureyrarbæjar á ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, í samræmi við 5. gr. samþykkta samtakanna.
Samþykktirnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.ssne.is/is/um-ssne/samthykktir
Halla Björk Reynisdóttir kynnti eftirfarandi tillögu að skipun fulltrúa:
Aðalfulltrúar:
Halla Björk Reynisdóttir
Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Hilda Jana Gísladóttir
Andri Teitsson
Ingibjörg Ólöf Isaksen
Heimir Haraldsson
Gunnar Gíslason
Eva Hrund Einarsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Varafulltrúar:
Þórhallur Jónsson
Hlynur Jóhannsson
Rósa Njálsdóttir
Geir Kristinn Aðalsteinsson
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Unnar Jónsson
Lára Halldóra Eiríksdóttir
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir
Anna Fanney Stefánsdóttir
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. maí 2020:
Erindi dagsett 27. apríl 2020 þar sem Jóhannes Már Jóhannesson fyrir hönd Vallabúsins ehf., kt. 670608-0180, leggur inn tillögu að deiliskipulagi fyrir reit í landi Hesjuvalla. Í deiliskipulaginu er afmörkuð 3.500 fm íbúðarlóð þar sem byggja má íbúðarhús og bílskúr sem samtals geta verið allt að 280 fm að stærð.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að deiliskipulag fyrir reit í landi Hesjuvalla verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í deiliskipulaginu er afmörkuð 3.500 fm íbúðarlóð þar sem byggja má íbúðarhús og bílskúr sem samtals geta verið allt að 280 fm að stærð.
Umræða um fiskeldi í Eyjafirði.
Andri Teitsson hóf umræðuna og reifaði sögu og stöðu fiskeldis í sjó hér við land, áform sem nú eru til skoðunar hér á landi og mismunandi sjónarmið sem fram hafa komið varðandi slíkt eldi.
Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson, Hlynur Jóhannsson, Þórhallur Jónsson, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Ásthildur Sturludóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Eva Hrund Einarsdóttir.
Gunnar Gíslason D-lista leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkir að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi líkt og gert hefur verið með Húnaflóa, Skagafjörð, Skjálfanda, Þistilfjörð, Bakkaflóa, Vopnafjörð og Héraðsflóa. Bæjarstjórn telur að með þeirri ákvörðun verði meiri hagsmunum ekki fórnað fyrir minni en hvetur til uppbyggingar á fiskeldi á landi.
Tillagan er borin upp til atkvæða og samþykkt með 7 atkvæðum. Andri Teitsson L-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Ingibjörg Ólöf Isaksen sitja hjá.
Andri Teitsson L-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Laxeldi í sjó hefur byggst hratt upp við Ísland á undanförnum árum og virðist ætla að hasla sér völl sem mikilvæg atvinnugrein. Á hinn bóginn fylgja því ýmsar hættur fyrir villta náttúru og mögulega árekstrar við aðrar atvinnugreinar. Því er nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar og gaumgæfa allar hliðar málsins áður en ákvarðanir verða teknar um fiskeldi í sjó í Eyjafirði. Við teljum það lykilatriði að samráð sé haft við sveitarfélög og íbúa í jafn umfangsmiklu máli og fiskeldi er og teljum ótækt að slíkar ákvarðanir verði teknar í óþökk heimamanna. Í því sambandi skorum við á stjórnvöld að unnið verði strandsvæðaskipulag af öllum firðinum, áður en lengra er haldið, með aðkomu allra sveitarfélaga og engin leyfisveiting verði fyrr en slíkt skipulag liggur fyrir.
Tillagan er borin upp til atkvæða og samþykkt með 4 atkvæðum. Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Heimir Haraldsson S-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sitja hjá.
Starfsáætlun og stefnuumræða velferðarráðs.
Heimir Haraldsson formaður ráðsins kynnti áætlunina.
Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Ásthildur Sturludóttir og Heimir Haraldsson.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar og viðbrögð bæjarins vegna COVID-19.