Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar kynnti tillögu að bókun.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og lýsir sig jafnframt reiðubúna til móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Bæjarstjórn tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga. Hana má lesa hér: https://www.ccre.org/en/actualites/view/4268
Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan fulltrúa í fræðslu- og lýðheilsuráði:
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir verði aðalfulltrúi í stað Önnu Hildar Guðmundsdóttur.
Anna Hildur Guðmundsdóttir verði varafulltrúi í stað Ragnheiðar Lilju Bjarnadóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. febrúar 2022:
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Móahverfis sem nær til um 45 ha svæðis suðvestan Borgarbrautar norðan Giljahverfis. Með skipulaginu er markmiðið að leggja grunn að nýju og vönduðu íbúðahverfi með fjölbreyttum íbúðagerðum, nálægð við útivistarsvæði og góðum tengingum gangandi og hjólandi innan svæðis og við aðliggjandi hverfi. Er gert ráð fyrir að byggðar verði rúmlega eitt þúsund íbúðir á svæðinu.
Á fundi bæjarstjórnar þann 18. janúar sl. var tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna deiliskipulagsins samþykkt til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað eftirfarandi:
Ég fer fram á að gerðar verði tengingar milli botnlanga fyrir hjólandi umferð aðskilið frá umferð gangandi vegfarenda. Einnig að það verði gert ráð fyrir aðskilnaði á milli hjólandi og gangandi á meginleiðum út úr hverfinu.
Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Í umræðum tóku til máls Hildu Jana Gísladóttir, Þórhallur Jónsson og Hlynur Jóhannsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi Móahverfis og að hún verði auglýst skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. febrúar 2022:
Lögð fram tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna spennistöðvar við Strandgötu. Breytingin felst í því að sunnan Strandgötu við innkeyrslu að Hofi og hafnarsvæði verður bætt við lóð og byggingarreit fyrir spennistöð. Innan byggingarreits verður heimilt að reisa spennistöð allt að 30 m² auk lagnakjallara. Byggingin verði á einni hæð með flötu eða einhalla þaki og hámarksvegghæð 2,4 m frá gólfkóta.
Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar lagfæringum á gögnum varðandi ákvæði um útlit spennistöðvarinnar.
Andri Teitsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar lagfæringum á gögnum varðandi ákvæði um útlit spennistöðvarinnar.
Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. febrúar 2022:
Lagt fram erindi Ásgeirs Ásgeirssonar hjá T.ark arkitektum ehf. f.h. lóðarhafa Hofsbótar 2 þar sem óskað er eftir að gerðar verði minniháttar breytingar á auglýstri deiliskipulagstillögu fyrir Hofsbót 2 sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 1. febrúar sl. Umrædd tillaga hefur ekki tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þær breytingar sem óskað er eftir eru eftirfarandi:
1. Að það komi skýrar fram að gert sé ráð fyrir íbúðum á 2.- 4. hæð til samræmis við gögn sem kynnt voru með auglýstri tillögu.
2. Að ekki sé gerð krafa um að allar íbúðir hafi glugga á a.m.k. tveimur hliðum með þeim rökum að í öllum íbúðum verði loftræstibúnaður með varmaendurvinnslu.
3. Að ekki verði áfram gert ráð fyrir inndreginni hæð að vestanverðu. Er það til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Meðfylgjandi er uppfærð breyting á deiliskipulagi til samræmis við ofangreint.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að þær breytingar sem óskað er eftir verði samþykktar og þær bætist við áður samþykkta breytingu um að fækka hæðum úr fimm í fjórar. Að mati skipulagsráðs er ekki um að ræða grundvallarbreytingar á tillögunni eftir auglýsingu og því ekki þörf á að auglýsa breytinguna að nýju.
Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum þær breytingar sem óskað er eftir og þær bætist við áður samþykkta breytingu um að fækka hæðum úr fimm í fjórar.
Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. febrúar 2022:
Lögð fram drög að tillögu Verkís verkfræðistofu og Forms arkitekta að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga fyrir athafnalóðir.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á B-áfanga Krossaneshaga til samræmis við erindið og að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að gerð verði breyting á B-áfanga Krossaneshaga til samræmis við erindið og að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Rætt um starfsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2022.
Þórhallur Jónsson kynnti áætlunina. Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Þórhallur Jónsson, Hilda Jana Gísladóttir og Halla Björk Reynisdóttir.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.