Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. september 2024:
Lagt fram árshlutauppgjör janúar-júní 2024.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Gunnar Már Gunnarsson undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð vísar árshlutauppgjöri til umræðu í bæjarstjórn.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri kynnti.
Til máls tók Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn staðfestir árshlutauppgjörið með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 5. september 2024:
Lagður fram viðauki 5.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum viðauka 5 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá og óska bókað ásamt Ásrúnu Ýr Gestsdóttur V-lista:
Samþykkjum fyrir okkar leyti alla liði í þessum viðauka nema þann sem snýr að 6 tíma gjaldfrjálsum leikskóla að upphæð kr. 69.600.000 og leigu húsnæðis í Glerárgötu.
Heimir Örn Árnason kynnti.
Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 5 með sjö atkvæðum.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista sitja hjá.
Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 5. september 2024:
Lögð fram drög að málstefnu Akureyrarbæjar, sem er mótuð í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Málstefnan fjallar um notkun á íslensku hjá Akureyrarbæ ásamt stefnu um aðgengi íbúa af erlendum uppruna, og þeirra sem nota táknmál og aðgengistól, að þjónustu og upplýsingum sveitarfélagsins.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir málstefnuna og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða málstefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.
Umræða um gerð atvinnustefnu.
Málshefjandi er Gunnar Már Gunnarsson og lagði fram svofellda tillögu:
Gerð nýrrar atvinnustefnu er á núgildandi starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar. Bæjarstjórn ítrekar að greining á kostnaði við gerð atvinnustefnu ljúki sem fyrst. Meta þarf áætlaðan kostnað og gera ráð fyrir honum í yfirstandandi fjárhagsáætlunarvinnu.
Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Gunnar Már Gunnarsson.
Tillagan var borin upp og var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Umræða um hlutverk sveitarfélaga í samstilltu þjóðarátaki til að spyrna gegn ofbeldi meðal barna.
Málshefjandi er Sunna Hlín Jóhannesdóttir sem lagði fram sameiginlega bókun bæjarstjórnar.
Til máls tóku Lára Halldóra Eiríksdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Jón Hjaltason, Heimir Örn Árnason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Frekari umræðu um hlutverk sveitarfélagsins í þjóðarátaki gegn ofbeldi er vísað til umræðu í fræðslu- og lýðheilsuráði og velferðarráði. Jafnframt verði sviðsstjórum fræðslu- og lýðheilsusviðs og velferðarsviðs falið að halda utan um og stýra þverfaglegri vinnu við þær aðgerðir stjórnvalda til að sporna gegn ofbeldi meðal ungs fólks og vopnaburði sem snúa að sveitarfélögum.
Rætt um aldursvæn hverfi með tilliti til þjónustu.
Málshefjandi er Gunnar Már Gunnarsson og lagði fram svofellda fyrirspurn:
Á bæjarstjórnarfundi 4. október 2022 samþykkti bæjarstjórn samhljóða að hefja samtal og samráð við öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) um hvernig gera megi Nausta- og Hagahverfi að aldursvænni hverfum með tilliti til þjónustu og/eða samkomustaða. Hvar stendur málið í dag og hefur okkur miðað áfram í átt til aukinnar þjónustu í Nausta- og Hagahverfi, til að mynda með meiri fjölbreytni í verslunarmynstri?
Til máls tóku Halla Björk Reynisdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Arnarson og Jón Hjaltason.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.