Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 19. ágúst 2021:
Lögð fram tillaga að breytingu á 14. grein bæjarmálasamþykktar. Greinin fjallar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum bæjarstjórnar, ráða og nefnda bæjarins.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.
Bæjarráð vísar tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti efni tillögunnar.
Bæjarstjórn samþykkir, með 11 samhljóða atkvæðum, framlagða tillögu um breytingar á 14. grein og felur bæjarlögmanni að senda hana til staðfestingar ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála.
Rætt um íþróttastefnu Akureyrarbæjar.
Málshefjandi var Sóley Björk Stefánsdóttir og ræddi m.a. þörf á endurskoðun stefnunnar.
Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Andri Teitsson, Gunnar Gíslason, Heimir Haraldsson, Hlynur Jóhannsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Sóley Björk Stefánsdóttir.
Bæjarstjórn ákveður að halda umræðum áfram á næsta fundi.
Rætt um nýútkomna skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
Útdrátt úr skýrslunni er meðal annars að finna á vef Veðurstofu Íslands: https://www.vedur.is/um-vi/frettir/afdrattarlaus-skyrsla-sameinudu-thjodanna-um-loftslagsbreytingar
Málshefjandi var Sóley Björk Stefánsdóttir.
Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Þórhallur Jónsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Heimir Haraldsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Akureyri hefur verið framarlega í flokki varðandi umhverfis- og loftslagsmál svo sem með flokkun á sorpi, vinnslu á metani, lífdísil og moltu og með kaupum á hreinorku-bílum og fleira. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar gerir sér þó grein fyrir að áríðandi er að grípa til enn frekari aðgerða vegna loftslagsbreytinga og einsetur sér að taka málin föstum tökum. Samþykkt verður ný aðgerðabundin loftslagsstefna fyrir árslok sem fylgt verður fast eftir á komandi mánuðum og árum.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.