Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
1. Kosning forseta bæjarstjórnar.
2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
3. Kosning tveggja skrifara bæjarstjórnar og tveggja til vara.
1. Kosning forseta bæjarstjórnar.
Við kosningu forseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi Halla Björk Reynisdóttir 11 atkvæði.
Lýsir forseti Höllu Björk Reynisdóttur réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.
2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Við kosningu 1. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Hilda Jana Gísladóttir 11 atkvæði.
Lýsir forseti Hildu Jönu Gísladóttur réttkjörinn 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
Við kosningu 2. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Eva Hrund Einarsdóttir 11 atkvæði.
Lýsir forseti Evu Hrund Einarsdóttur réttkjörinn 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
3. Kosning tveggja skrifara bæjarstjórnar og tveggja til vara.
Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:
Andri Teitsson
Hlynur Jóhannsson
og varamanna:
Ingibjörg Ólöf Isaksen
Sóley Björk Stefánsdóttir
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti lýsir forseti þetta fólk réttkjörið.
Kosning bæjarráðs til eins árs - 5 aðalmenn og 5 til vara.
Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður
Halla Björk Reynisdóttir, varaformaður
Hilda Jana Gísladóttir
Gunnar Gíslason
Sóley Björk Stefánsdóttir til 1. desember 2020, áheyrnarfulltrúi frá sama tíma
Hlynur Jóhannsson, áheyrnarfulltrúi til 1. desember 2020, aðalfulltrúi frá sama tíma
og varamanna:
Ingibjörg Ólöf Isaksen
Andri Teitsson
Heimir Haraldsson
Eva Hrund Einarsdóttir
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir til 1. desember 2020, varaáheyrnarfulltrúi frá sama tíma.
Rósa Njálsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi til 1. desember 2020, varafulltrúi frá þeim tíma
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti lýsir forseti þetta fólk réttkjörið.
Skipun 10 aðalfulltrúa og 10 varafulltrúa Akureyrarbæjar á ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, í samræmi við 5. gr. samþykkta samtakanna.
Samþykktirnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.ssne.is/is/um-ssne/samthykktir
Halla Björk Reynisdóttir kynnti eftirfarandi tillögu að skipun fulltrúa:
Aðalfulltrúar:
Halla Björk Reynisdóttir
Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Hilda Jana Gísladóttir
Andri Teitsson
Ingibjörg Ólöf Isaksen
Heimir Haraldsson
Gunnar Gíslason
Eva Hrund Einarsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Hlynur Jóhannsson
Varafulltrúar:
Þórhallur Jónsson
Geir Kristinn Aðalsteinsson
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Rósa Njálsdóttir
Unnar Jónsson
Lára Halldóra Eiríksdóttir
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir
Anna Fanney Stefánsdóttir
Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Þórhallur Harðarson
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. maí 2020:
Lagður fram viðauki 6.
Um er að ræða tilfærslu rekstrar Hlíðarfjalls í B-hluta fyrirtæki frá 1. janúar 2020 en tilfærslan hefur ekki áhrif á samstæðureikning Akureyrarbæjar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 6 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. maí 2020:
Lagður fram viðauki 7.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 7 að fjárhæð 102,6 milljónir króna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. maí 2020:
Lagður fram viðauki 8.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð 118,1 milljón króna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 8 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. maí 2020:
Liður 11 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 15. maí 2020:
Breytt gjaldskrá fyrir bílastæðasjóð lögð fyrir ráðið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum framlagðar breytingar á gjaldskrá með gildistíma frá 1. júlí nk. og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að breyting gjaldskrár verði vel kynnt fyrir bæjarbúum.
Andri Teitsson kynnti tillögu umhverfis- og mannvirkjaráðs og bókun bæjarráðs. Auk hans tók Gunnar Gíslason til máls.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á gjaldskrá fyrir bílastæðasjóð með gildistíma frá 1. júlí nk. með 11 samhljóða atkvæðum.
Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. maí 2020:
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegur 15 og svæðis sunnan við hana. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun núverandi húss til suðausturs sem felur í sér að lóðin stækkar um 39 m² auk þess sem færa þarf Gilsbakkaveg og bílastæði sem við hann liggja lítillega. Er gert ráð fyrir að húsið stækki um allt að 100 m² að grunnfleti og viðbyggingin geti verið á tveimur hæðum og risi.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs og tillögu að bókun bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegur 15 og svæðis sunnan við hana verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun núverandi húss til suðausturs sem felur í sér að lóðin stækkar um 39 m² auk þess sem færa þarf Gilsbakkaveg og bílastæði sem við hann liggja lítillega. Er gert ráð fyrir að húsið stækki um allt að 100 m² að grunnfleti og viðbyggingin geti verið á tveimur hæðum og risi.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að kostnaðargreining á verkinu liggi fyrir, sem og kostnaðarskipting milli þeirra aðila er málið varðar, áður en málið kemur aftur fyrir bæjarstjórn.
Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. maí 2020:
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Jaðarsvallar sem felst í að gert er ráð fyrir að á 18,5 ha svæði verði haugsett allt að 500.000 m³ af jarðvegi á næstu 20-30 árum sem nýtist sem undirbygging fyrir nýjan 9 holu golfvöll.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gera þarf minniháttar lagfæringar á gögnum áður en tillagan verður auglýst.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyting á deiliskipulagi Jaðarsvallar verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að gert er ráð fyrir að á 18,5 ha svæði verði haugsett allt að 500.000 m³ af jarðvegi á næstu 20-30 árum sem nýtist sem undirbygging fyrir nýjan 9 holu golfvöll.
Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. maí 2020:
Á fundi skipulagsráðs þann 1. apríl sl. var tekin fyrir að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegur 31. Var breytingin samþykkt með minniháttar breytingum og var sú afgreiðsla staðfest í bæjarstjórn 7. apríl. Þegar skipulagsráð tók upphaflega ákvörðun um að heimila gerð breytingar á deiliskipulagi sem gerði ráð fyrir að húsið Eyrarlandsvegur 31 yrði rifið, lá fyrir umsögn Minjastofnunar dagsett 8. janúar 2019. Í auglýsingarferli breytingarinnar barst síðan ný umsögn frá stofnuninni, dagsett 19. júní 2019, en við afgreiðslu málsins að loknum auglýsingartíma láðist að leggja hana fram og er málið því lagt fram að nýju.
Skipulagsráð telur að í ljósi ástands núverandi húss sé ekki hægt að gera kröfu um uppgerð þess eins og Minjastofnun mælir með. Aftur á móti er í skilmálum deiliskipulagsins gerð krafa um að nýbyggingin taki mið af útliti núverandi húss og að hún falli inn í götumyndina í samræmi við ákvæði hverfisverndar. Telur skipulagsráð að ekki sé ástæða til að breyta fyrri afgreiðslu og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt að nýju óbreytt.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegur 31 að nýju, óbreytta.
Kynning og afgreiðsla endurskoðaðrar menntastefnu Akureyrarbæjar og tilheyrandi aðgerðaáætlunar.
Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður fræðsluráðs kynnti stefnuna.
Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Heimir Haraldsson, Halla Björk Reynisdóttir og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða menntastefnu með 11 samhljóða atkvæðum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn meðfylgjandi aðgerðaáætlun.
Bæjarstjórn fagnar metnaðarfullri menntastefnu og skýrri aðgerðaáætlun og bindur miklar vonir við að hún nýtist börnum og ungmennum sem og skólasamfélaginu öllu.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.