Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 18:00
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3339

Nefndarmenn

    • Geir Kristinn Aðalsteinssonforseti bæjarstjórnar
    • Hlín Bolladóttir
    • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
    • Inda Björk Gunnarsdóttir
    • Oddur Helgi Halldórsson
    • Silja Dögg Baldursdóttir
    • Tryggvi Þór Gunnarsson
    • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
    • Ólafur Jónsson
    • Ragnar Sverrisson
    • Sigurður Guðmundsson
    • Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
    • Heiða Karlsdóttirfundarritari
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur. Ragnar Sverrisson S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.
  • Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting á hafnarsvæði og reiðleiðum

    Málsnúmer SN080052

    1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. apríl 2013:\nSkipulagslýsing var kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.\nTvær umsagnir bárust vegna skipulagslýsingar:\n1) Hafnasamlag Norðurlands, dags. 16. apríl 2013. \nEngar athugasemdir gerðar. \n2) Skipulagsstofnun, dags. 18. apríl 2013.\na) Gera þarf grein fyrir tengslum milli skipulagsverkefnisins og aðalskipulags nærliggjandi sveitarfélaga hvað varðar reiðleiðir og stíga.\nb) Gera þarf grein fyrir áhrifum verkefnisins á umhverfi og samfélag.\nc) Hafa þarf hliðsjón af landnotkunarflokkum tilgreindum í skipulagsreglugerð.\nd) Ef landfylling fyrir stækkun hafnarsvæða er 5 ha eða stærri fellur tillagan undir lög um umhverfismat áætlana.\nTekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar í greinargerð aðalskipulagstillögunnar.\nEkki bárust umsagnir frá neðangreindum aðilum innan tilskilins frests:\n3) Hörgársveit.\n4) Eyjafjarðarsveit.\n5) Umhverfisstofnun.\n6) Norðurorka.\n7) Hestamannafélagið Léttir.\nEngar athugasemdir bárust vegna skipulagslýsingarinnar frá öðrum aðilum.\n\nSkipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna afmörkunar hafnarsvæða, staðsetningar reiðleiða og skilgreiningar á íbúðarhúsi í landi Hesjuvalla, dags. 24. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.\nSkipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    <DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>

  • Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, íbúðarsvæði vestan Kjarnagötu

    Málsnúmer 2013030090

    2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. apríl 2013:\nSkipulagslýsing var kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.\nTvær umsagnir bárust vegna skipulagslýsingar.\n1) Skipulagsstofnun, dags. 17. apríl 2013.\nEkki eru gerðar athugasemdir en stofnunin bendir á að æskilegt sé að gerð verði grein fyrir af hverju nú sé ástæða til að marka stefnu um íbúðabyggð á svæði sem áður var talið óhentugt til íbúðarbyggðar vegna jarðvegsdýpis.\n2) Hverfisnefnd Naustahverfis, dags. 24. apríl 2013.\nHverfisnefndin mótmælir áformum um íbúðabyggð á reitnum.\nTekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar í greinargerð tillögunnar og er athugasemd hverfisnefndar vísað til skipulagsdeildar til nánari skoðunar.\nUmsögn barst ekki frá Norðurorku.\nÞrjár athugasemdir bárust vegna skipulagslýsingarinnar. Athugasemdir nr. 2 og 3 bárust eftir fund skipulagsnefndar.\n1) Guðrún D. Harðardóttir f.h. húsfélags Hamratúns 4 og 6, dags. 22. apríl 2013.\nFyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi er mótmælt þar sem gert er ráð fyrir íbúðarbyggð á reitnum.\n2) Þórdís Unnur Þórðardóttir og Marta A. Þórðardóttir íbúðareigendur í Ásatúni 8, dags. 18. apríl 2013.\nÞær mótmæla fyrirhuguðum breytingum m.a. vegna aukinnar umferðar og mengunar á Kjarnagötu. \n3) Samhljóða athugasemd nr. 2 frá eigendum Ásatúns 6 og 8 með 27 undirskriftum, dags. 18. apríl 2013. \nAthugasemdum 1) til 3) er vísað til skipulagsdeildar til nánari skoðunar.\n\nSkipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi dags. 24. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna breytingar á hluta opins svæðis til sérstakra nota, 3.2.7 O, sem verði tekið undir íbúðarbyggð.\nMeirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.\nSamhliða verði auglýst tillaga að deiliskipulagsbreytingu á svæði norðan Tjarnarhóls (sjá málsnr. 2013030067).\n \nEdward H. Huijbens V-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista óska bókað að þeir ítreka fyrri bókun og mótmæla breytingu á aðalskipulagi vestan Kjarnagötu þar sem íbúðarsvæði er skilgreint á svæði sem áður var ekki ætlað undir byggð. Telja nefndarmennirnir að rökin sem tiltekin eru fyrir breytingunni haldi ekki, þó sérstaklega það að um þéttingu byggðar sé að ræða sbr. ábendingar Skipulagstofnunar. Ljóst er að hér sé verið að breyta skipulagi í þágu verktaka frekar en eftir sýn skipulagsnefndar og það sem upprunalega var lagt upp með. Mögulega bakast með þessu skaðabótaskylda gagnvart núverandi íbúum.\nEdward H. Huijbens V-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og Sigurður Guðmundsson A-lista var ekki á fundinum við afgreiðsluna.

    <DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 6  atkvæðum gegn atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Ólafs Jónssonar D-lista, Ragnars Sverrissonar S-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista, </DIV></DIV>

  • Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls, deiliskipulagsbreyting, nýtt íbúðarsvæði

    Málsnúmer 2013030067

    3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. apríl 2013:\nSkipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðis norðan Tjarnarhóls við Kjarnagötu, dags. 24. apríl 2013 og unna af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.\nMeirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.\n\nSamhliða verði auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna íbúðarsvæðis vestan Kjarnagötu (sjá málsnr. 2013030090).\nEdward H. Huijbens V-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista vísa í bókun sína við 2. lið fundargerðarinnar.\nSigurður Guðmundsson A-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og Edward H. Huijbens V-lista situr hjá.

    <DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.</DIV><DIV>Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Ólafur Jónsson D-lista og Ragnar Sverrisson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.</DIV></DIV>

  • Miðhúsabraut/Súluvegur - deiliskipulag

    Málsnúmer 2012070028

    4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 24. apríl 2013:\nSkipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dags. 24. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.\nÞann 8. apríl 2013 voru drög að deiliskipulagi send til Minjastofnunar Íslands til skoðunar. Í svari þeirra kemur fram að ein fornleif sé mjög nálægt skipulagssvæðinu. Steinbogi var yfir ána frá náttúrunnar hendi en engar leifar eru sjáanlegar nú. Skipulagsdrögin fela ekki í sér meira rask en nú er orðið og því eru engar athugasemdir gerðar við tillöguna.\nSkipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.\n\nSamhliða verði auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg (sjá málsnr. 2012110148).\nRagnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi S-lista óskar bókað að hann mótmæli því að svæðið verði fest í sessi sem athafnasvæði í stað þess að útbúa þar góða útivistarperlu í mynni Glerárdals.

    <DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn atkvæði Ragnars Sverrissonar S-lista.</DIV><DIV>Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Ragnar Sverrisson S-lista lagði fram bókun svohljóðandi:</DIV><DIV>Mín skoðun er sú að ekki eigi að veita leyfi til að byggja fleiri iðnaðarhús þar sem Möl og sandur er nú.  Þess í stað verði stefnt að því að innan 10 til 15 ára verði sú starfsemi flutt annað.  Svæðið verði síðan skipulagt til langrar framtíðar sem einskonar hlið að Glerárdalnum sem verður útivistarparadís Akureyringa og gesta þeirra.</DIV></DIV>

  • Miðbæjarskipulag

    Málsnúmer 2013030113

    Bæjarfulltrúi Ólafur Jónsson D-lista óskaði eftir umræðu um miðbæjarskipulag Akureyrarbæjar. \nÁ fundi bæjarstjórnar þann 23. apríl sl. var málið á dagskrá og óskaði Ólafur þá eftir að umfjöllun málsins yrði frestað og tekið aftur fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar þegar fulltrúar allra framboða í bæjarstjórn yrðu mættir og var það samþykkt.\nAlmennar umræður fóru fram um miðbæjarskipulag Akureyrarbæjar.

    <DIV><DIV></DIV></DIV>

  • Skýrsla bæjarstjóra

    Málsnúmer 2010090095

    Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.

    <DIV><DIV></DIV></DIV>