Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2013:\nSkipulagslýsing var kynnt með auglýsingu í Dagskránni þann 17. október 2012. Lýsingin var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.\nÞrjár umsagnir vegna skipulagslýsingarinnar bárust:\n1) Skipulagsstofnun, dags. 26. október 2012.\nEkki eru gerðar athugasemdir við skipulagslýsinguna. Bent er á að í breytingartillögunni þarf að gera grein fyrir þéttleika og yfirbragði byggðar og aðkomu að nýju lóðunum. Minnt er á að gera þarf grein fyrir áhrifum á umhverfið.\n2) Umhverfisstofnun, dags. 30. október 2012.\nÍ tillögunni ættu að koma fram upplýsingar um hljóðmengun og varnir. Einnig ætti að gera grein fyrir hvernig svæðið hefur nýst og hvert sú notkun færist.\n3) Norðurorka, dags. 6. nóvember 2012.\nAthygli er vakin á mörgum lögnum samsíða Borgarbraut. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við deiliskipulagið þegar þar að kemur með tilliti til kostnaðar af verkinu o.fl.\nAðalskipulagsbreytingin var kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með auglýsingu í Dagskránni 31. október 2012 og var tillagan aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar.\nAðalskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga þann 28. nóvember 2012 með athugasemdafresti til 9. janúar 2013. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Tillagan var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.\nUmsagnir bárust frá:\nSkipulagsstofnun, bréf dags. 17. janúar 2013 (barst eftir afgreiðslu skipulagsnefndar) þar sem ekki er gerð athugasemd við umhverfisskýrslu.\nUmhverfisstofnun, bréf dags. 14. janúar 2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við breytingartillöguna.\nEngin athugasemd barst á auglýsingartíma.\nSkipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
<DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2013:\nSkipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut-Súluveg, dags. í janúar 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. \nSkipulagslýsingin gildir bæði fyrir aðalskipulagsbreytingu svæðisins, sjá málsnr. 2012110148 og deiliskipulag svæðisins, sjá málsnr. 2012070028.\nSkipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.
<DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2013:\nHeildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðis Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar var auglýst frá 12. september til 24. október 2012.\n32 athugasemdir bárust og eru 29 af þeim samhljóða. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Brekkuskóli-athugasemdir og svör dags. 16.01 2013".\nTillögur dags. 7. desember 2012 frá Formi ehf, sem samþykktar voru 12. desember sl. um leiðir til að tryggja enn frekar öryggi barna sem leið eiga um svæðið hafa verið innfærðar inn á uppdrátt. Að öðru leyti er vísað í tillögurnar vegna nánari útfærslu.\nSkipulagsnefnd tekur tillit til hluta athugasemdanna. Sjá nánar svör við athugasemdum í meðfylgjandi skjali merktu "Brekkuskóli-athugasemdir og svör dags. 16.01 2013". \nEdward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna og ítrekar fyrri bókun. \nMeirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
<DIV><DIV><DIV><DIV><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal>Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.</P><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal>Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.</P></DIV></DIV></DIV></DIV>
10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2013:\nSkipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins vegna leiðréttingar á deiliskipulagsuppdrætti til samræmis við viðauka í greinargerð um fjölda íbúða. Einnig er gerð tillaga um fjögur bílastæði innan lóðar. \nTillagan er unnin af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf og er dags. 16. janúar 2013.\nEinungis er um að ræða leiðréttingu á deiliskipulagsuppdrætti auk fjölgunar bílastæða innan lóðar, þannig að samræmi verði í upplýsingum um fjölda íbúða sbr. viðauka í greinargerð deiliskipulagsins og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. \nÞess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
<DIV><DIV><P style="MARGIN: 0in 0in 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-bidi-font-style: italic" lang=EN-GB>Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi <SPAN style="mso-spacerun: yes"> </SPAN>sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. <?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></SPAN></P><P style="MARGIN: 0in 0in 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-bidi-font-style: italic" lang=EN-GB>Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. <o:p></o:p></SPAN></P><P style="MARGIN: 0in 0in 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-bidi-font-style: italic" lang=EN-GB>Logi már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.</SPAN></P><P style="MARGIN: 0in 0in 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-bidi-font-style: italic" lang=EN-GB></SPAN> </P><P style="MARGIN: 0in 0in 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-bidi-font-style: italic" lang=EN-GB></SPAN>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.</P></DIV></DIV>
14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2013:\nSkipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis vegna stækkunar lóðar Urðargils 22 um 5 m til suðvesturs til samræmis við lóðarstækkun Urðargils 20 og 24. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf og er dags. 9. janúar 2013.\nEinungis er um að ræða lítilsháttar stækkun lóðar til suðvesturs í samræmi við lóðir við Urðargil 20 og 24 og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. \nÞess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
<DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. janúar 2013:\nTillaga að deiliskipulagsbreytingu Giljahverfis var auglýst frá 28. nóvember 2012 til 9. janúar 2013. Samhliða var auglýst umhverfisskýrsla dags. í október 2012 og minnisblað um hljóðvist við Borgarbraut frá Eflu dags. 31. október 2012 auk breytingarblaðs um deiliskipulag Borgarbrautar-Vestursíðu dags. 27. október 2012. \nAuglýsingar birtust í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu auk þess sem gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.\nEftir auglýsingartíma var lögð fram endurskoðuð hljóðskýrsla frá Eflu dags. 24. janúar 2013 vegna rangra niðurstaðna þar sem skýrslan hafði verið byggð á röngum forsendum um umferðartölur ofl. Í framhaldinu voru gerðar viðeigandi leiðréttingar á umhverfisskýrslu, dags. í janúar 2013.\n8 athugasemdir bárust og er útdráttur úr þeim í fylgiskjali merktu "Giljahverfi, þjónustuíbúðir við Borgarbraut, athugasemdir og svör dags. 30.1.2013". Þar er einnig að finna innkomnar umsagnir.\nBorist hefur tillaga frá nafnanefnd dags. 11. janúar þar sem nefndin gerir það að tillögu sinni að lóðin og aðkoma hennar verði kennd við Borgarbraut og Giljahverfi og fái nafnið Borgargil.\nSvör við athugasemdum koma fram í meðfylgjandi skjali merktu "Giljahverfi, þjónustuíbúðir við Borgarbraut, athugasemdir og svör dags. 30.1.2013". \nSkipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan og nafn lóðaraðkomunnar verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
<DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>
3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 31. janúar 2013:\nTekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 10. janúar sl. Lögð fram drög dags. 28. janúar 2013 að verklagsreglum um birtingu gagna með fundargerðum á vef Akureyrarbæjar.\nBæjarráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir verklagsreglur um birtingu gagna með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
13. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 31. janúar 2013:\nLögð fram tillaga um breytingu á reglum um sérstakar húsaleigubætur á Akureyri.\nBæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um breytingu á reglum um sérstakar húsaleigubætur á Akureyri með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
17. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 31. janúar 2013:\n1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 21. janúar 2013:\nBreyting á samþykktri gjaldskrá fyrir dagforeldra vegna mistaka í útreikningum.\nSkólanefnd staðfestir leiðrétta gjaldskrá fyrir dagforeldra sem hækkar um 4,1% frá og með 1. mars 2013 samkvæmt samningsbundnum ákvæðum í kjarasamningi Einingar-Iðju.\nBæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingu á gjaldskrá með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
<DIV></DIV>