Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 17:28
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3400

Nefndarmenn

    • Matthías Rögnvaldssonforseti bæjarstjórnar
    • Ingibjörg Ólöf Isaksen
    • Sóley Björk Stefánsdóttir
    • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
    • Logi Már Einarsson
    • Sigríður Huld Jónsdóttir
    • Silja Dögg Baldursdóttir
    • Eva Hrund Einarsdóttir
    • Gunnar Gíslason
    • Njáll Trausti Friðbertsson
    • Þorsteinn Hlynur Jónsson

Starfsmenn

    • Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
    • Dagný Magnea Harðardóttirskrifstofustjóri Ráðhúss ritaði fundargerð
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá erindi frá bæjarfulltrúa Loga Má Einarssyni S-lista, sem verði 6. liður á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.
  • Ægisnes 3 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

    Málsnúmer 2016090036

    4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 26. október 2016:

    Erindi dagsett 6. september 2016 þar sem Stefán Eyfjörð Stefánsson f.h. ÍGF ehf., kt. 470596-2289, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ægisnes 3. Tillagan er dagsett 28. september 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi. Tillagan var grenndarkynnt 5. október 2016. Þeir sem genndarkynninguna fengu skiluðu inn samþykki sínu 11. október 2016 og telst grenndarkynningunni því lokið.

    Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

    Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Byggingarhæfi lóða - endurskoðun

    Málsnúmer 2016100114

    11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 26. október 2016:

    Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðaðri skilgreiningu og reglum vegna byggingarhæfi lóða. Tillagan var unnin í samráði við framkvæmdadeild Akureyrarbæjar og Norðurorku hf.

    Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

    Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Aukafundur bæjarstjórnar

    Málsnúmer 2015030118

    Forseti bæjarstjórnar lagði til að haldinn yrði aukafundur í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar þriðjudaginn 8. nóvember nk. Á dagskrá fundarins verður fyrri umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020.

    Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta bæjarstjórnar með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020 - framkvæmdaáætlun

    Málsnúmer 2016050137

    Bæjarfulltrúi Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir umræðu um framkvæmdaáætlun 2017-2020.

    Almennar umræður fóru fram um málið.

  • Innkaupamál hjá Akureyrarbæ

    Málsnúmer 2016020115

    Bæjarfulltrúi Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista óskaði eftir umræðu um kaup á þjónustu og vörum á vegum Akureyrarbæjar.

    Bæjarfulltrúi Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:

    Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að í öllum samningum verklegra framkvæmda, kaupa á þjónustu og vörum á vegum sveitarfélagsins verði sett inn ákvæði um keðjuábyrgð þeirra seljenda sem sveitarfélagið semur við. Með þessu vill Akureyrarbær tryggja að allir starfsmenn, hvort sem það eru starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, njóti launa, trygginga og annarra réttinda í samræmi við gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Aðalverktakinn yrði í verksamningi, gerður ábyrgur fyrir að tryggja kjarasamnings- og lögbundin réttindi allra starfsmanna sem að verkinu koma.

    Þetta verður gert til að koma í veg fyrir undirboð og óeðlilega samkeppnishætti á vinnumarkaði.



    Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018 - lausnarbeiðni

    Málsnúmer 2014060234

    Bæjarfulltrúi Logi Már Einarsson S-lista las upp eftirfarandi bréf dagsett 30. október 2016:

    Matthías Rögnvaldsson,

    Forseti bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar



    Hér með tilkynnist að ég Logi Már Einarsson segi mig frá störfum bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanns. Ég hef hlotið kjör til Alþingis og verð því í vinnu fjarri heimabyggð auk þess sem ég tel að þessi störf séu illsamræmanleg.



    Með vinsemd og þakklæti,

    Logi Már Einarsson

    Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 11 samhljóða atkvæðum.

    Bæjarstjórn færir Loga bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Akureyrarbæjar.

    Dagbjört Pálsdóttir er boðin velkomin til starfa sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn.

  • Skýrsla bæjarstjóra

    Málsnúmer 2010090095

    Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.